Versta fjöldamorð norðurlanda á okkar tímum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. júlí 2012 19:15 Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár. Fyrstu fregnir af voðaverkunum í Noregi voru óljósar. Mikil ringulreið myndaðist Ósló í kjölfar sprengjutilræðisins. Yfirvöld og fjölmiðlar einblíndu á höfuðborgina á meðan Breivik ók í átt að Útey. Átta létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu og hátt í 200 særðust, þar af margir alvarlega. Nú er orðið ljóst að Breivik notaðist við áburð og brennsluolíu þegar hann bjó til sprengjuna. Hann lagði síðan bíl fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Eins og sjá má þessum myndum var sprenging afar öflug og eyðilegging mikil. En á meðan óðagotið stóð yfir í Osló fékk Breivik tækifæri til að athafna sig í Útey. Lögregluyfirvöld komust þó fljótt á snoðirnar um atburðina í Útey en heildarmynd hryllingsins var þó enn á huldu. Sextíu og níu manns létust í Útey en rúmlega fimm hundruð og tuttugu ungmenni og skipuleggjendur voru á eyjunni. Hundrað og tíu særðust. Skotárásin stóð yfir í rúma eina og hálfa klukkustund. Nokkrir reyndu að synda í land í ísköldu vatninu á meðan aðrir leituðu skjóls við strendur eyjunnar. Það var síðan sérsveit norsku lögreglunnar sem handsamaði loks Breivik. Björgunarmenn og sjúkraliðar gátu þá hafið björgunarstörf. Sögur þeirra sem komust lífs af eru martröð líkastar. Breivik er sagður hafa verið yfirvegaður og skipulagður. Það var síðan sextánda apríl síðastliðinn þegar Breivik var fluttur frá Ila öryggisfangelsinu til héraðsdómshússins í Osló. Breivik heilsaði að hætti fasista þegar hann var leiddur inn í dómssalinn. Breivik hefur gengist við sakargiftum en réttlætir verkanaðinn með því að vísa í neyðarvarnarsjónarmið. Fjöldamorðin hafi verið viðbragð við fjölmenningarstefnu norskra yfirvalda sem hann telur að hafi stofnað heill þjóðarinnar í hættu. Talið er að dómur í máli Breiviks verði kveðinn seint í næsta mánuði. Verði hann fundinn sakhæfur á hann yfir höfði sér tuttugu og eins árs hámarksrefsingu. Ef hann verður úrskurðaður geðveikur verður hann að öllum líkindum dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár. Fyrstu fregnir af voðaverkunum í Noregi voru óljósar. Mikil ringulreið myndaðist Ósló í kjölfar sprengjutilræðisins. Yfirvöld og fjölmiðlar einblíndu á höfuðborgina á meðan Breivik ók í átt að Útey. Átta létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu og hátt í 200 særðust, þar af margir alvarlega. Nú er orðið ljóst að Breivik notaðist við áburð og brennsluolíu þegar hann bjó til sprengjuna. Hann lagði síðan bíl fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Eins og sjá má þessum myndum var sprenging afar öflug og eyðilegging mikil. En á meðan óðagotið stóð yfir í Osló fékk Breivik tækifæri til að athafna sig í Útey. Lögregluyfirvöld komust þó fljótt á snoðirnar um atburðina í Útey en heildarmynd hryllingsins var þó enn á huldu. Sextíu og níu manns létust í Útey en rúmlega fimm hundruð og tuttugu ungmenni og skipuleggjendur voru á eyjunni. Hundrað og tíu særðust. Skotárásin stóð yfir í rúma eina og hálfa klukkustund. Nokkrir reyndu að synda í land í ísköldu vatninu á meðan aðrir leituðu skjóls við strendur eyjunnar. Það var síðan sérsveit norsku lögreglunnar sem handsamaði loks Breivik. Björgunarmenn og sjúkraliðar gátu þá hafið björgunarstörf. Sögur þeirra sem komust lífs af eru martröð líkastar. Breivik er sagður hafa verið yfirvegaður og skipulagður. Það var síðan sextánda apríl síðastliðinn þegar Breivik var fluttur frá Ila öryggisfangelsinu til héraðsdómshússins í Osló. Breivik heilsaði að hætti fasista þegar hann var leiddur inn í dómssalinn. Breivik hefur gengist við sakargiftum en réttlætir verkanaðinn með því að vísa í neyðarvarnarsjónarmið. Fjöldamorðin hafi verið viðbragð við fjölmenningarstefnu norskra yfirvalda sem hann telur að hafi stofnað heill þjóðarinnar í hættu. Talið er að dómur í máli Breiviks verði kveðinn seint í næsta mánuði. Verði hann fundinn sakhæfur á hann yfir höfði sér tuttugu og eins árs hámarksrefsingu. Ef hann verður úrskurðaður geðveikur verður hann að öllum líkindum dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira