Þórður Rafn vann Einvígið | Púttin voru að virka vel Stefán Hirst Friðriksson skrifar 6. ágúst 2012 17:23 Þórður Rafn vann í dag Einvígið í fyrsta sinn. Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann í dag Einvígið á Nesinu í fyrsta sinn eftir bráðabana gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni á úrslitaholunni. Mikil spenna var á lokasprettinum en Þórður Rafn spilaði frábærlega á honum, púttaði í nokkur skipti virkilega vel og var að lokum vel að sigrinum kominn. Þórður og Arnór Ingi voru jafnir eftir níundu og síðustu holuna og þurfti því að grípa til bráðabana. Þar þurfti keppendur að skjóta úr glompu og sá sem var nær holu eftir glompuskotið var krýndur sigurvegari. Högg Arnórs var afleitt og átti Þórður því ekki í miklum erfiðleikum að tryggja sér sigurinn. Þórður var að vonum gríðarlega sáttur eftir sigurinn og sagði mótið eitt það skemmtilegasta á árinu. „Þetta var rosalega gaman. Þetta mót hefur verið á listanum mínum sem ég ætla að vinna og er þetta því ánægjulegt. Ég var að spila á móti níu frábærum kylfingum og er ég því mjög sáttur með þetta," sagði Þórður Rafn. Mótið er sérstakt en leikin er holukeppni og sagði Þórður að áherslurnar í leik hans væru vissulega öðruvísi en venjulega. „Þetta ræðst mikið af því hvað hinir gera. Ef hinir keppendurnir voru að gera mistök þá reyndi maður að halda þessu öruggu. Maður var alltaf að skoða höggin hjá hinum og sjálfur að slá með það í huga," bætti Þórður við. „Ég spilaði ekkert sérstaklega vel á köflum og voru púttin í rauninni það eina sem var að ganga vel. Mér tókst að setja niður nokkur mikilvæg pútt á lokasprettinum sem gerðu gæfumuninn," sagði Þórður. „Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins og alltaf gaman að koma hingað. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Þórður Rafn Gissurarson, sigurvegari Einvígisins að lokum. Mótið er góðgerðarmót Nesklúbbins og DHL og gefa þeir í sameiningu eina milljón króna til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Úrslit í Einvíginu voru eftirfarandi: 1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 2. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 3. Nökkvi Gunnarsson, NK 4. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 5. Björgvin Sigurbergsson, GK 6. Kristinn Óskarsson, GS 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 8. Örn Ævar Hjartarson, GS 9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 10. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Golf Tengdar fréttir Feðgin mætast í Einvíginu á Nesinu Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram í 16. skipti á Nesvellinum í dag. 6. ágúst 2012 09:00 Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins. 6. ágúst 2012 12:59 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann í dag Einvígið á Nesinu í fyrsta sinn eftir bráðabana gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni á úrslitaholunni. Mikil spenna var á lokasprettinum en Þórður Rafn spilaði frábærlega á honum, púttaði í nokkur skipti virkilega vel og var að lokum vel að sigrinum kominn. Þórður og Arnór Ingi voru jafnir eftir níundu og síðustu holuna og þurfti því að grípa til bráðabana. Þar þurfti keppendur að skjóta úr glompu og sá sem var nær holu eftir glompuskotið var krýndur sigurvegari. Högg Arnórs var afleitt og átti Þórður því ekki í miklum erfiðleikum að tryggja sér sigurinn. Þórður var að vonum gríðarlega sáttur eftir sigurinn og sagði mótið eitt það skemmtilegasta á árinu. „Þetta var rosalega gaman. Þetta mót hefur verið á listanum mínum sem ég ætla að vinna og er þetta því ánægjulegt. Ég var að spila á móti níu frábærum kylfingum og er ég því mjög sáttur með þetta," sagði Þórður Rafn. Mótið er sérstakt en leikin er holukeppni og sagði Þórður að áherslurnar í leik hans væru vissulega öðruvísi en venjulega. „Þetta ræðst mikið af því hvað hinir gera. Ef hinir keppendurnir voru að gera mistök þá reyndi maður að halda þessu öruggu. Maður var alltaf að skoða höggin hjá hinum og sjálfur að slá með það í huga," bætti Þórður við. „Ég spilaði ekkert sérstaklega vel á köflum og voru púttin í rauninni það eina sem var að ganga vel. Mér tókst að setja niður nokkur mikilvæg pútt á lokasprettinum sem gerðu gæfumuninn," sagði Þórður. „Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins og alltaf gaman að koma hingað. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Þórður Rafn Gissurarson, sigurvegari Einvígisins að lokum. Mótið er góðgerðarmót Nesklúbbins og DHL og gefa þeir í sameiningu eina milljón króna til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Úrslit í Einvíginu voru eftirfarandi: 1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 2. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 3. Nökkvi Gunnarsson, NK 4. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 5. Björgvin Sigurbergsson, GK 6. Kristinn Óskarsson, GS 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 8. Örn Ævar Hjartarson, GS 9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 10. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL
Golf Tengdar fréttir Feðgin mætast í Einvíginu á Nesinu Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram í 16. skipti á Nesvellinum í dag. 6. ágúst 2012 09:00 Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins. 6. ágúst 2012 12:59 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Feðgin mætast í Einvíginu á Nesinu Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram í 16. skipti á Nesvellinum í dag. 6. ágúst 2012 09:00
Örn Ævar sjóðandi heitur í höggleiknum Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins. 6. ágúst 2012 12:59