Menning

Samkeppni um titil á bók J. K. Rowling

J.k. Rowling
J.k. Rowling
Bókaforlagið Bjartur fer óvenjulega leið við að snara titli nýjustu skáldsögu J. K. Rowling yfir á íslensku. Bókin nefnist The Casual Vacancy á ensku og kemur út í Bretlandi 27. september. Sama dag fá erlendir útgefendur bókina og þarf að hafa hraðar hendur til að að koma bókinni út á íslensku tveimur mánuðum síðar.

Bjartur óskar eftir tillögum að íslenskum titli á bókina frá almenningi og verða verðlaun veitt í þremur flokkum: besta tillagan, næstbesta tillagan og fyndnasta tillagan. Bókin gerist í smábænum Pagford sem virðist mikill fyrirmyndarbær en undir fögru yfirborðinu er ekki allt sem sýnist. Þegar Barry Fairbrother fellur frá losnar óvænt sæti í sóknarnefndinni sem verður upphafið að mestu átökum sem orðið hafa í bænum.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á bjartur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×