Vill fleiri sannleiksnefndir um dulræn fyrirbæri 16. ágúst 2012 13:29 „Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
„Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira