Rúrik Gíslason og félagar í OB unnu flottan sigur á FC Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði OB-liðinu upp í annað sæti deildarinnar á eftir FC Kaupmannahöfn.
Rúrik lagði upp sigurmark OB í leiknum en það skoraði Jacob Schoop með skalla eftir fyrirgjöf Rúriks á 84. mínútu leiksins.
Sylvester Igboun kom FC Midtjylland í 1-0 strax á 9. mínútu og þannig var staðan þar til á 75. mínútu þegar Emil Larsen jafnaði metin.
Rúrik spilaði allan leikinn eins og hann hefur gert í fimm fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu.
OB hefur náð í 10 stig af 15 mögulegum í fyrstu fimm umferðunum en FCK, sem er með jafnmörg stig og OB, á leik inni um helgina.
Rúrik lagði upp sigurmark OB
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



