Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid í 3-0 heimasigri á Granada í efstu deild spænsku knattspyrnunnar í kvöld.
Ronaldo kom heimamönnum á bragðið um miðjan fyrri hálfleikinn og lærisveinar Jose Mourinho leiddu í hálfleik 1-0. Spænsku meistararnir komust einnig yfir í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en misstu þá forystu niður. Það gerðist ekki í kvöld.
Ronaldo var aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik áður en Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain gerði út um leikinn með marki stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Sigurinn var sá fyrsti hjá Real Madrid í deildinni á leiktíðinni en liðið hafði aðeins fengið eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum.
Ronaldo með tvö í fyrsta sigri Real Madrid
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn