Lygilegur sigur AIK í Rússlandi | Heerenveen úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2012 19:04 Úr leik Heerenveen og Molde í kvöld. Nordic Photos / AFP Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur. Hollenska liðið Heerenveen er hins vegar úr leik eftir 4-1 samanlagt tap fyrir Noregsmeisturum Molde. Alfreð Finnbogason er á mála hjá Heerenven en gat ekki spilað með liðinu í kvöld þar sem hann spilaði með sænska liðinu Helsingborg í forkeppni Meistaradeilar Evrópu fyrr í sumar. Alfreð hefði mátt spila með liðinu í riðlakeppninni ef liðið hefði komist áfram úr forkeppninni. Sænska liðið AIK náði hins vegar að komast áfram eftir spennandi leik í Rússlandi í kvöld. Heimamenn í CSKA Moskvu höfðu 1-0 forystu eftir fyrri leikinn, sem fór fram í Svíþjóð, en Helgi Valur Daníelsson og félagar hans náðu að snúa einvíginu sér í hag og vinna 2-0 sigur í kvöld. Þar með vann AIK samanlagðan 2-1 sigur. Kwame Amponsah Karikari skoraði fyrra mark AIK strax á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma leiksins. Martin Lorentzson skoraði þá aftur fyrir AIK, með síðustu spyrnu leiksins, og tryggði liðinu þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. CSKA Mosvka komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og var mun meira með boltann í kvöld. Liðið átti 31 marktilraun í leiknum, þar af níu sem rötuðu á markið, en ekki vildi boltinn inn. Svíarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Þeir fögnuðu því lygilegum sigri. Nokkrum leikjum er lokið og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Fjölmargir leikir hefjast svo um það leyti sem þetta er skrifað en forkeppninni lýkur í kvöld. Þess má geta að KR-banarnir í HJK Helsinki komust ekki áfram eftir að hafa steinlegið fyrir Athletic Bilbao samanlagt, 9-3.Evrópudeild UEFA, lokaumferð forkeppninnar:Apoel (Kýpur) - Neftchi Baku (Aserbaídsjan) 3-1 (2-4) HJK Helsinki (Finnlandi) - Athletic Bilbao (Spáni) 3-3 (3-9) Dila Gori (Georgíu) - Maritimo (Portúgal) 0-2 (0-3) Heerenveen (Hollandi) - Molde (Noregi) 1-2 (1-4)Hapoel Tel Aviv (Ísrael) - F91 Dudelange (Lúxemborg) 4-0 (7-1) CSKA Moskva (Rússlandi) - AIK (Svíþjóð) 0-2 (1-2)Rosenborg (Noregi) - Legia Varsjá (Póllandi) 2-1 (3-2)Dnipro Dnipropetrovesk (Úkraínu) - Slovan Liberec (Slóvakíu) 4-2 (6-4) Dynamo Moskva (Rússlandi) - Stuttgart (Þýskalandi) 1-1 (1-3)PSV Eindhoven (Hollandi) - Zeta (Svartfjallalandi) 9-0 (14-0) Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur. Hollenska liðið Heerenveen er hins vegar úr leik eftir 4-1 samanlagt tap fyrir Noregsmeisturum Molde. Alfreð Finnbogason er á mála hjá Heerenven en gat ekki spilað með liðinu í kvöld þar sem hann spilaði með sænska liðinu Helsingborg í forkeppni Meistaradeilar Evrópu fyrr í sumar. Alfreð hefði mátt spila með liðinu í riðlakeppninni ef liðið hefði komist áfram úr forkeppninni. Sænska liðið AIK náði hins vegar að komast áfram eftir spennandi leik í Rússlandi í kvöld. Heimamenn í CSKA Moskvu höfðu 1-0 forystu eftir fyrri leikinn, sem fór fram í Svíþjóð, en Helgi Valur Daníelsson og félagar hans náðu að snúa einvíginu sér í hag og vinna 2-0 sigur í kvöld. Þar með vann AIK samanlagðan 2-1 sigur. Kwame Amponsah Karikari skoraði fyrra mark AIK strax á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma leiksins. Martin Lorentzson skoraði þá aftur fyrir AIK, með síðustu spyrnu leiksins, og tryggði liðinu þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. CSKA Mosvka komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og var mun meira með boltann í kvöld. Liðið átti 31 marktilraun í leiknum, þar af níu sem rötuðu á markið, en ekki vildi boltinn inn. Svíarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Þeir fögnuðu því lygilegum sigri. Nokkrum leikjum er lokið og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Fjölmargir leikir hefjast svo um það leyti sem þetta er skrifað en forkeppninni lýkur í kvöld. Þess má geta að KR-banarnir í HJK Helsinki komust ekki áfram eftir að hafa steinlegið fyrir Athletic Bilbao samanlagt, 9-3.Evrópudeild UEFA, lokaumferð forkeppninnar:Apoel (Kýpur) - Neftchi Baku (Aserbaídsjan) 3-1 (2-4) HJK Helsinki (Finnlandi) - Athletic Bilbao (Spáni) 3-3 (3-9) Dila Gori (Georgíu) - Maritimo (Portúgal) 0-2 (0-3) Heerenveen (Hollandi) - Molde (Noregi) 1-2 (1-4)Hapoel Tel Aviv (Ísrael) - F91 Dudelange (Lúxemborg) 4-0 (7-1) CSKA Moskva (Rússlandi) - AIK (Svíþjóð) 0-2 (1-2)Rosenborg (Noregi) - Legia Varsjá (Póllandi) 2-1 (3-2)Dnipro Dnipropetrovesk (Úkraínu) - Slovan Liberec (Slóvakíu) 4-2 (6-4) Dynamo Moskva (Rússlandi) - Stuttgart (Þýskalandi) 1-1 (1-3)PSV Eindhoven (Hollandi) - Zeta (Svartfjallalandi) 9-0 (14-0)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira