Fótbolti

Drillo: Rangstöðumarkið átti að standa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Egil "Drillo“ Olsen, landsliðsþjálfari Noregs.
Egil "Drillo“ Olsen, landsliðsþjálfari Noregs. Mynd/Anton
Norðmenn eru enn í sárum eftir 2-0 tapið fyrir Íslandi á föstudag og landsliðsþjálfari Noregs, Egil „Drillo" Olsen, kvartaði sáran í viðtölum við norska fjölmiðla í gær.

„Þetta er allt tilviljunum háð. Við höfum spilað þrjá leiki og í fyrstu tveimur voru úrslitin aðeins betri en frammistaðan gaf til kynna. Nú var því öfugt farið," sagði Drillo við norska fjölmiðla.

„Mörkin sem við fengum á okkur eru grátleg. Það var líka sorglegt að hafa ekki nýtt eitthvað af þeim færum sem við fengum."

Varamaðurinn Joshua King skoraði mark sem var dæmt af þar sem liðsfélagi hans, Tarik Elyounoussi, byrgði markverði Íslands sýn. Tarik var rangstæður og því markið dæmt af.

„Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og mjög líklega hefði markið átt að standa gilt. En Íslendingar munu sjálfsagt segja þá að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu."

„En við áttum að vinna þennan leik. Öll tölfræði gaf það til kynna en okkur tókst það ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×