Innlent

Vill leyfa fólki að brugga sterkara vín

BBI skrifar
Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrum þingmaður.
Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrum þingmaður. Mynd/Arnþór
Fyrrum alþingismaður vill rýmka áfengislöggjöfina. Hann telur rétt að leyfa mönnum að brugga sitt eigið vín svo lengi sem það er ekki sterkara en 15%. Heimilt væri að bjóða upp á það í matarboðum og veislum en til að selja það þyrfti önnur leyfi.

Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrum þingmaður, kom í viðtal í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og fjallaði um gildandi áfengislöggjöf. Eins og er hefur almenningur leyfi til að brugga vín heima hjá sér ef það er ekki sterkara en 2,5%, sem er afar lítið. Þrátt fyrir það tíðkast að menn bruggi bjór og annars konar vín og brjóti þar með lög án þess að það hafi nokkrar afleiðingar.

Guðjón lagði á sínum tíma fram frumvarp um að áfengislöggjöfin væri rýmkuð að þessu leyti. Sú hugmynd hlaut ekki brautargengi á þeim tíma.

Enginn hefur tekið við kyndlinum síðan og tillagan hefur ekki verið lögð fram aftur.

Viðtalið við Guðjón má nálgast á tenglinum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×