Cheek Mountain Thief innblásin af Húsvíkingum 4. september 2012 14:30 "Það má segja að platan hafi skrifað sig sjálf á meðan á dvölinni stóð og um leið varð ég enn ástfangnari af Íslandi," segir Mike Lindsay, söngvari bresku hljómsveitarinnar Tunng, um sólóplötu sína Cheek Mountain Thief. Hún varð til að mestu yfir tveggja mánaða dvöl hans á Húsavík á síðasta ári og heldur hann tónleika 5. september á Faktorý og 7. september á Gamla bauknum, eina bar Húsvíkinga, ásamt hljómsveitinni sem hann kynntist þar. Platan kom út 17. ágúst og hefur hlotið frábæra dóma hjá breskum gagnrýnendum, þar á meðal fjórar stjörnur af fimm hjá Q magazine og The Guardian. Baksaga plötunnar er afar áhugaverð en Lindsay settist að í sumarhúsinu Kaldbaki við Kinnafjöllin í mars 2011. Tilgangur dvalarinnar var að heimsækja Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, sem hann var ástfanginn af. Þau kynntust í Þýskalandi árið 2006 og endurnýjuðu kynni sín við komu Tunng á Iceland Airwaves árið 2010. Ástin varð til þess að Mike býr nú á Íslandi og stefna þau á að gifta sig á Húsavík að ári. "Ég ætlaði að semja raftónlist en endaði með þjóðlagatónlist innblásna af því að vera á öðrum stað, og fólkinu og fjöllunum," segir hann og heldur áfram. "Þetta varð fljótt að samstarfsverkefni með fólki frá Húsavík." "Þegar ég kom til Reykjavíkur tók ég plötuna lengra," segir hann. Gunnar Örn Tynes úr Múm sá um hljóðblöndun og Mugison, Sin Fang og Mr. Silla sungu í nokkrum lögum. Söngvari þjóðarinnar, hinn eini og sanni Mugison, flytur íslenskan texta í laginu Showdown. "Já, en við þekktumst og höfðum spilað saman áður en hann varð frægasti maður á Íslandi," segir hann og hlær. "Sin Fang syngur í lögunum, Spirit, Fight og Darkness. Fyrra lagið fjallar um yfirnáttúrulega upplifun mína frá Húsavík. Hún átti sér stað um fimm um nótt í júní í fyrra. Þá var snjórinn að bráðna í Kinnafjöllunum og eftir varð risastórt spurningarmerki úr snjó." Cheek Mountain Thief leggur eftir tónleika vikunnar í tónleikaferð. Bandið skipa auk Mike þau Óskar Andri Ólafsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Birkir Ólafsson, Gunnar Illugi Sigurðsson, Hannah Rós Sigurðardóttir og Leifur Björnsson.hallfridur@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
"Það má segja að platan hafi skrifað sig sjálf á meðan á dvölinni stóð og um leið varð ég enn ástfangnari af Íslandi," segir Mike Lindsay, söngvari bresku hljómsveitarinnar Tunng, um sólóplötu sína Cheek Mountain Thief. Hún varð til að mestu yfir tveggja mánaða dvöl hans á Húsavík á síðasta ári og heldur hann tónleika 5. september á Faktorý og 7. september á Gamla bauknum, eina bar Húsvíkinga, ásamt hljómsveitinni sem hann kynntist þar. Platan kom út 17. ágúst og hefur hlotið frábæra dóma hjá breskum gagnrýnendum, þar á meðal fjórar stjörnur af fimm hjá Q magazine og The Guardian. Baksaga plötunnar er afar áhugaverð en Lindsay settist að í sumarhúsinu Kaldbaki við Kinnafjöllin í mars 2011. Tilgangur dvalarinnar var að heimsækja Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, sem hann var ástfanginn af. Þau kynntust í Þýskalandi árið 2006 og endurnýjuðu kynni sín við komu Tunng á Iceland Airwaves árið 2010. Ástin varð til þess að Mike býr nú á Íslandi og stefna þau á að gifta sig á Húsavík að ári. "Ég ætlaði að semja raftónlist en endaði með þjóðlagatónlist innblásna af því að vera á öðrum stað, og fólkinu og fjöllunum," segir hann og heldur áfram. "Þetta varð fljótt að samstarfsverkefni með fólki frá Húsavík." "Þegar ég kom til Reykjavíkur tók ég plötuna lengra," segir hann. Gunnar Örn Tynes úr Múm sá um hljóðblöndun og Mugison, Sin Fang og Mr. Silla sungu í nokkrum lögum. Söngvari þjóðarinnar, hinn eini og sanni Mugison, flytur íslenskan texta í laginu Showdown. "Já, en við þekktumst og höfðum spilað saman áður en hann varð frægasti maður á Íslandi," segir hann og hlær. "Sin Fang syngur í lögunum, Spirit, Fight og Darkness. Fyrra lagið fjallar um yfirnáttúrulega upplifun mína frá Húsavík. Hún átti sér stað um fimm um nótt í júní í fyrra. Þá var snjórinn að bráðna í Kinnafjöllunum og eftir varð risastórt spurningarmerki úr snjó." Cheek Mountain Thief leggur eftir tónleika vikunnar í tónleikaferð. Bandið skipa auk Mike þau Óskar Andri Ólafsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Birkir Ólafsson, Gunnar Illugi Sigurðsson, Hannah Rós Sigurðardóttir og Leifur Björnsson.hallfridur@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið