Erlent

Stofnandi Pirate Bay handtekinn í Kambódíu

Gottfrid Svartholm, einn af stofnendum skráarsíðunnar Pirate Bay, var handtekinn í Kambódíu á dögunum.
Gottfrid Svartholm, einn af stofnendum skráarsíðunnar Pirate Bay, var handtekinn í Kambódíu á dögunum.
Gottfrid Svartholm, einn af stofnendum skráarsíðunnar Pirate Bay, var handtekinn í Kambódíu á dögunum. Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur honum í apríl síðastliðnum.

Hann var dæmdur í eins árs fangelsi í Svíðþjóð í byrjun árs, ásamt tveimur öðrum stofnendum síðunnar, fyrir brot á höfundarréttarlögum en flúði landi. Samkvæmt fréttavef BBC er Pirate Bay ein af stærstu skráarsíðum í heimi með yfir 30 milljónir notenda víðsvegar um heim.

Á síðunni geta notendur halið niður lögum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum án þess að greiða fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×