Innlent

Karlmanninum haldið sofandi í öndunarvél

Karlmanni á fertugsaldri sem slasaðist alvarlega í sprengingu í íbúð við Ofanleiti í gær er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá vatkhafandi lækni í morgun.

Fagstjóri sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar furðar sig á því að sveitin skyldi ekki hafa verið kölluð út þegar sprengingin varð, um hádegisbil í gær. Sprengingin lagði íbúðina í rúst.

Í samtali við Fréttablaðið í dag segir fagstjórin, Sigurður Ásgrímsson, að eðlilegt hefði verið að kalla sveitina til strax í gær. Hann segist ætla að fara fram á það í dag að hann fái að rannsaka vettvanginn.

Engar upplýsingar hafa verið gefnar um orsök sprengingarinnar en vitað er að ósprunginn gaskútur fannst í íbúðinni auk þess sem aðrir íbúar í húsinu segja að megn gaslykt hafi fundist strax eftir sprenginguna.


Tengdar fréttir

Mesta sprenging sem sést hefur í langan tíma

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvar í íbúðinni sprengingin varð í Ofanleiti í morgun, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. "Það er eiginlega ekki hægt að átta sig á því fyrr en maður er búinn að rannsaka vettvang. Það er mjög öflug sprenging sem á sér stað þarna,“ segir Jón Viðar.

Sprenging í Ofanleiti - einn mikið slasaður

Sprenging varð í Ofanleiti í Reykjavík um klukkan ellefu. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni logar eldur og slys urðu á fólki. Einn hefur verið fluttur á slysadeild.

Manninum haldið sofandi eftir sprengingu

Maðurinn, sem var staddur í íbúðinni í Ofanleiti í morgun þegar öflug sprenging varð, er haldið sofandi í öndunarvél. Ástand hans er alvarlegt en maðurinn er í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni. Hann er með mikil brunasár en ekki var hægt að fá nánari upplýsingar um ástand mannsins. Maðurinn gat gengið skömmu eftir sprenginguna en sjónarvottur sá manninn fyrir utan logandi íbúðina þegar sjúkraflutningamenn komu að og fluttu manninn á spítala.

Hundurinn slapp ómeiddur - íbúar þurfa að gista annarsstaðar í nótt

Um fimmtán íbúar í húsinu í Ofanleiti, þar sem sprenging varð í morgun, leituðu til Rauða Krossins, sem er með höfuðstöðvar skammt frá húsinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Rauða Krossins, Teiti Þorkelssyni, fengu íbúarnir að sækja helstu nauðsynjar í dag en þeir þurfa að gista annarsstaðar í nótt.

Hélt að sprengingin væri jarðskjálfti

Einn maður er alvarlega slasaður eftir að sprenging varð í búð í fjölbýlishúsi í Ofanleitinu um klukkan ellefu í morgun. Nágranni sem fréttastofa ræddi við, og býr um 40 metrum frá í fjölbýlishúsi, segir sprenginguna hafa verið svo öfluga að hann taldi í fyrstu að jarðskjálfta hefði verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×