Innlent

Hélt að sprengingin væri jarðskjálfti

Einn maður er alvarlega slasaður eftir að sprenging varð í búð í fjölbýlishúsi í Ofanleitinu um klukkan ellefu í morgun. Nágranni sem fréttastofa ræddi við, og býr um 40 metrum frá í fjölbýlishúsi, segir sprenginguna hafa verið svo öfluga að hann taldi í fyrstu að jarðskjálfta hefði verið að ræða.

Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu er komið í Ofanleitið. Reykakafarar eru nú að störfum inni í húsinu og leita að fólki.

Leikvöllur er fyrir utan þar sem sprengingin varð. Glerbrotum rigndi yfir leikvöllinn og að mati sjónarvottsins, sem nánar verður rætt við í hádegisfréttum Bylgjunnar, er mildi að enginn var að leika sér þegar sprengingin varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×