Handbolti

Bjarki hafði betur gegn Patreki í kvöld - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Landsliðsgoðsagnirnar Bjarki Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson mættust í kvöld með lið sín í óopinberum úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í handbolta. Strákarnir hans Bjarka í ÍR höfðu betur í leiknum en þeir unnu Val 26-22 og tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn.

Bjarki fór með ÍR-liðið upp úr 1. deildinni í vor og liðið er til alls líklegt í vetur enda búið að endurheimta marga uppalda ÍR-inga sem hafa spilað með öðrum félögum undanfarin ár.

ÍR vann alla leiki sína í Reykjavíkurmótinu í ár og er því Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í mörg ár. Tveir af týndu sonunum voru markahæstir í leiknum því Sturla Ásgeirsson skoraði 12 mörk og Björgvin Þór Hólmgeirsson var með 5 mörk.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og ÍR í Vodafone-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×