Erlent

Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi

Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi.

Árásarmennirnir köstuðu handsprengjum inn í skrifstofuna og kveiktu svo í henni. Árásin var gerð til að mótmæla því að í kvikmynd sem framleidd var í Bandaríkjunum sé að finna móðganir í garð Múhammeðs spámanns.

Þessi árás fylgir í kjölfar þess að ráðist var á sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró höfuðborg Egyptaland í gærdag af sömu ástæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×