Tiger "á bekknum“ í fyrsta sinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2012 08:52 Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur „á bekkinn" í þessari keppni. Keppt verður í fjórmenningi á fyrri hluta dagsins og munu þeir Tiger og Steve Stricker þurfa að fylgjast með félögum sínum úr fjarska. Þeir töpuðu báðum sínum viðureignum í gær, fyrst gegn Ian Poulter og Justin Rose í fjórmenningi og svo fyrir þeim Nicolas Colsaerts og Lee Westwood í fjórleik - þrátt fyrir að Tiger hafði náð sjö fuglum á sínum bolta. „Ég held að Tiger þurfi hvíld og það sama á við um Steve," sagði Love við fjölmiðlamenn eftir að hann tilkynnti keppnisliðin. „Við þurfum á þeim að halda síðar í dag og á morgun." „Við vildum ekki að neinn kylfingur myndi þurfa að spila fimm viðureignir á þessum velli. Þetta er langur völlur og það yrði erfitt fyrir hvern sem er." Tiger er nú að keppa í sinni sjöundu Ryder-bikarkeppni en hefur þrátt fyrir sinn glæsilega feril tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið (þrettán sigrar, sextán töp, tvö jafntefli). Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er 5-3, Bandaríkjunum í vil. Hér eru viðureignir dagsins í fjórmenningi: Bubba Watson / Webb Simpson (USA) - Justin Rose / Ian Poulter (EVR) Phil Mickelson / Keegan Bradley (USA) - Lee Westwood / Luke Donald (EVR) Jason Dufner / Zach Johnson (USA) - Nicolas Colsaerts / Sergio Garcia (EVR) Jim Furyk / Brandt Snedeker (USA) - Rory McIlroy / Graeme McDowell (EVR) Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur „á bekkinn" í þessari keppni. Keppt verður í fjórmenningi á fyrri hluta dagsins og munu þeir Tiger og Steve Stricker þurfa að fylgjast með félögum sínum úr fjarska. Þeir töpuðu báðum sínum viðureignum í gær, fyrst gegn Ian Poulter og Justin Rose í fjórmenningi og svo fyrir þeim Nicolas Colsaerts og Lee Westwood í fjórleik - þrátt fyrir að Tiger hafði náð sjö fuglum á sínum bolta. „Ég held að Tiger þurfi hvíld og það sama á við um Steve," sagði Love við fjölmiðlamenn eftir að hann tilkynnti keppnisliðin. „Við þurfum á þeim að halda síðar í dag og á morgun." „Við vildum ekki að neinn kylfingur myndi þurfa að spila fimm viðureignir á þessum velli. Þetta er langur völlur og það yrði erfitt fyrir hvern sem er." Tiger er nú að keppa í sinni sjöundu Ryder-bikarkeppni en hefur þrátt fyrir sinn glæsilega feril tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið (þrettán sigrar, sextán töp, tvö jafntefli). Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er 5-3, Bandaríkjunum í vil. Hér eru viðureignir dagsins í fjórmenningi: Bubba Watson / Webb Simpson (USA) - Justin Rose / Ian Poulter (EVR) Phil Mickelson / Keegan Bradley (USA) - Lee Westwood / Luke Donald (EVR) Jason Dufner / Zach Johnson (USA) - Nicolas Colsaerts / Sergio Garcia (EVR) Jim Furyk / Brandt Snedeker (USA) - Rory McIlroy / Graeme McDowell (EVR)
Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira