Enski boltinn

Brendan Rodgers: Ég er stoltur stjóri eftir þetta kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonjo Shelvey skoraði tvö fyrir Liverpool í gær.
Jonjo Shelvey skoraði tvö fyrir Liverpool í gær. Mynd/AFP
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, skipti öllu liði sínu út fyrir Evrópuleikinn á móti svissneska liðinu Young Boys í gær og var mjög sáttur með 5-3 sigur "varaliðsins" í fyrsta leiknum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hinn tvítugi Jonjo Shelvey skoraði tvö mörk í leiknum, þá skoraði hinn 19 ára Andre Wisdom í sínum fyrsta leik og þeir Suso, sem er 18 ára, og Oussama Assaidi, sem er 24 ára, fengu líka sín fyrstu tækifæri með aðalliðinu.

„Þetta var tækifæri fyrir ungu leikmennina okkar til að spila og sanna sig og ég tel að þeir hafi gert það. Ég sé sem stjóri og allir í félaginu geta verið mjög stolt eftir svona kvöld," sagði Brendan Rodgers.

„Auðvitað hefðum við getað varist betur og það er engin vafi að það voru mikil vonbrigði að fá á sig þessi þrjú mörk. Ef við tökum hinsvegar það jákvæða frá þessum leik þá sýndu ungu strákarnir hugrekki og kjark til þess að spila af miklu sjálfstrausti og eldri leikmennirnir héldu hópnum saman og ráku ungu strákana áfram,." sagði

„Það var frábært hjá liðinu að spila eins og það gerði og ná að skora þessi fimm mörk," sagði Rodgers og hann hrósaði sérstaklega Jonjo Shelvey sem kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk.

„Hann er búinn að vera meiriháttar. Hann er enn bara 20 ára gamall og er alltaf að bæta sinn leik. Ég tel að hann verði stór leikmaður fyrir Liverpool í framtíðinni," sagði Rodgers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×