Gunnar Nelson: Ljónsbaninn reyndist vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2012 06:30 Gunnar Nelson lætur hér höggin dynja á LaMarques Johnson sem reynir að verja höfuð sitt. Gunnar kláraði bardagann síðan á hengingarbragði. Nordic Photos / Getty Images Gunnar Nelson á glæsilegan feril í vændum í UFC-bardagasamtökunum ef marka má frammistöðu hans í Nottingham á Englandi um helgina. Þar atti hann kappi við DaMarques Johnson frá Bandaríkjunum í sínum fyrsta UFC-bardaga og vann Gunnar yfirburðasigur. Það tók hann ekki nema þrjár mínútur og 34 sekúndur að ganga frá Johnson strax í fyrstu lotu. Gunnar hefur reyndar ekki þurft að fara í meira en eina lotu í MMA-bardaga síðan 2008 en hann státar nú af tíu sigrum og einu jafntefli í ellefu viðureignum á ferlinum. „Þetta gekk bara eins og í sögu," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær en hann var þá að taka því rólega á hótelherbergi sínu. „Mér líður bara vel og er sáttur við bardagann," bætti hann við af sinni alkunnu yfirveguðu rósemi.Náði snemma yfirburðastöðu Gunnar segir að hann hafi ekki farið í bardagann með ákveðna leikáætlun í huga, frekar en áður. „Ég spila þetta frekar eftir eyranu og reyni að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann hreyfir sig," segir Gunnar. „Hann var nokkuð öflugur og hreyfði sig vel. En ég náði yfirburðastöðu snemma og kláraði bardagann." Eftir nokkrar sekúndur náði Gunnar að senda háspark í andlit Johnsons en slíka takta hefur Gunnar ekki sýnt oft áður í keppni, enda fyrst og fremst öflugur glímukappi. „Hann bjóst kannski ekki við þessu en ég hef gert þokkalega mikið af þessu á æfingum og þekki þetta vel úr karate. Ég hef gert mikið af því að sparka í gegnum tíðina og það var gaman að geta laumað inn svona skemmtilegum hlutum."Komst undir hökuna Gunnar var svo búinn að skella Johnson í gólfið áður en fyrsta mínútan var liðin. „Þá grunaði mig að ég myndi ná að draga úr honum orkuna, hægt og rólega. Svo lyftist hakan á honum og ég komst undir hana," segir hann en Johnson gafst upp eftir að Gunnar náði hengingartaki, svokölluðu „rear naked choke". „Þetta bragð er þekkt í jiu jitsu sem Mata Leão á portúgölsku – ljónsbaninn," bætir Gunnar við. Gunnar segir að umgjörðin í kringum UFC-bardaga sé mun meiri en hann hefur kynnst hingað til. „Þetta er stærsta sýning í heimi í þessum heimi. Það er miklu meira af viðtölum og á bardaganum sjálfum er æsingurinn og lætin í kringum mann miklu meiri enda fullt af fólki í höllinni," segir hann. „Þá eru menn settir í þvagprufur bæði fyrir og eftir bardagann ogséð til þess að menn komist ekki upp með neitt misjafnt. Ég er reyndar mjög hlynntur því," segir hann.Á engan sérstakan óskamótherja Gunnar veit ekki hvað tekur við eða hvenær næsti bardagi verður. „Það gæti verið í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Ég á mér svo sem engan sérstakan óskamótherja fyrir næsta bardaga – bara einhvern skemmtilegan," sagði hann í léttum dúr. Það kæmi þó Gunnari ekki á óvart ef hann myndi berjast í Bandaríkjunum næst og að hann fengi svokallaðan „main card"-bardaga. „Ég gæti vel trúað því og væri það mjög skemmtilegt. En ég læt þetta bara ráðast," sagði hinn rólegi Gunnar Nelson að lokum. Íþróttir Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Gunnar Nelson á glæsilegan feril í vændum í UFC-bardagasamtökunum ef marka má frammistöðu hans í Nottingham á Englandi um helgina. Þar atti hann kappi við DaMarques Johnson frá Bandaríkjunum í sínum fyrsta UFC-bardaga og vann Gunnar yfirburðasigur. Það tók hann ekki nema þrjár mínútur og 34 sekúndur að ganga frá Johnson strax í fyrstu lotu. Gunnar hefur reyndar ekki þurft að fara í meira en eina lotu í MMA-bardaga síðan 2008 en hann státar nú af tíu sigrum og einu jafntefli í ellefu viðureignum á ferlinum. „Þetta gekk bara eins og í sögu," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær en hann var þá að taka því rólega á hótelherbergi sínu. „Mér líður bara vel og er sáttur við bardagann," bætti hann við af sinni alkunnu yfirveguðu rósemi.Náði snemma yfirburðastöðu Gunnar segir að hann hafi ekki farið í bardagann með ákveðna leikáætlun í huga, frekar en áður. „Ég spila þetta frekar eftir eyranu og reyni að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann hreyfir sig," segir Gunnar. „Hann var nokkuð öflugur og hreyfði sig vel. En ég náði yfirburðastöðu snemma og kláraði bardagann." Eftir nokkrar sekúndur náði Gunnar að senda háspark í andlit Johnsons en slíka takta hefur Gunnar ekki sýnt oft áður í keppni, enda fyrst og fremst öflugur glímukappi. „Hann bjóst kannski ekki við þessu en ég hef gert þokkalega mikið af þessu á æfingum og þekki þetta vel úr karate. Ég hef gert mikið af því að sparka í gegnum tíðina og það var gaman að geta laumað inn svona skemmtilegum hlutum."Komst undir hökuna Gunnar var svo búinn að skella Johnson í gólfið áður en fyrsta mínútan var liðin. „Þá grunaði mig að ég myndi ná að draga úr honum orkuna, hægt og rólega. Svo lyftist hakan á honum og ég komst undir hana," segir hann en Johnson gafst upp eftir að Gunnar náði hengingartaki, svokölluðu „rear naked choke". „Þetta bragð er þekkt í jiu jitsu sem Mata Leão á portúgölsku – ljónsbaninn," bætir Gunnar við. Gunnar segir að umgjörðin í kringum UFC-bardaga sé mun meiri en hann hefur kynnst hingað til. „Þetta er stærsta sýning í heimi í þessum heimi. Það er miklu meira af viðtölum og á bardaganum sjálfum er æsingurinn og lætin í kringum mann miklu meiri enda fullt af fólki í höllinni," segir hann. „Þá eru menn settir í þvagprufur bæði fyrir og eftir bardagann ogséð til þess að menn komist ekki upp með neitt misjafnt. Ég er reyndar mjög hlynntur því," segir hann.Á engan sérstakan óskamótherja Gunnar veit ekki hvað tekur við eða hvenær næsti bardagi verður. „Það gæti verið í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Ég á mér svo sem engan sérstakan óskamótherja fyrir næsta bardaga – bara einhvern skemmtilegan," sagði hann í léttum dúr. Það kæmi þó Gunnari ekki á óvart ef hann myndi berjast í Bandaríkjunum næst og að hann fengi svokallaðan „main card"-bardaga. „Ég gæti vel trúað því og væri það mjög skemmtilegt. En ég læt þetta bara ráðast," sagði hinn rólegi Gunnar Nelson að lokum.
Íþróttir Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Sjá meira