Fótbolti

Hart og Balotelli hetjur City | Öll úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City var stálheppið að sleppa með jafntefli á heimavelli gegn Þýskalandsmeisturum Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Dortmund hafði skapað sér fjölmörg góð marktækifæri þegar að Marco Reus skoraði loksins á 61. mínútu eftir að hafa komist inn í slæma sendingu Jack Rodwell.

Fram að því hafði Joe Hart, markvörður City, haldið sínum mönnum á floti með mögnuðum tilþrifum.

Allt útlit var fyrir að gestirnir frá Þýskalandi myndu sigla sigrinum í höfn en á lokamínútunum dæmdi dómari leiksins, Pavel Kralovec frá Tékklandi, vítaspyrnu þegar að Neven Subotic fékk boltann í höndina.

Varamaðurinn Mario Balotelli tók vítið og tryggði sínum mönnum jafntefli með því að renna boltanum í markhornið hægra megin.

Real Madrid skoraði þrennu í 4-1 sigri Real Madrid á Ajax í sama riðli en Madrídingar eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Karim Benzema skoraði einnig fyrir Real.

Þá hafði Arsenal betur gegn Olympiakos, 3-1, með mörkum Gervinho, Lukas Podolski og Aaron Ramsey.

Öll úrslit kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en nánari upplýsingar má finna um hvern leik með því að smella á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×