Menning

Öryggisgæsla aukin vegna Íslenskra fugla

Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal
Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal
Ríflega 50 eintök eru seld af þeim 100 sem gefin voru út af hátíðarútgáfu bókarinnar Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal. Bókin hefur verið til sýnis í Eymundsson í Smáralind í rúma viku og að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá útgefanda bókarinnar, Crymogeu, hefur verið stöðugur straumur fólks til skoða bókina og hefur eitt eintak selst á dag síðan sýningareintakið kom í Smáralind. Bókin er sú dýrasta sem fæst á almennum markaði en hún kostar 230.000 krónur.

Viðskiptavinir þurfa að setja upp sérstaka hlífðarhanska áður en þeir handleika gripinn og hefur öryggisgæsla í versluninni verið aukin.

Bókin er nákvæm endurgerð handrits Benedikts Gröndal (1826-1907) sem hann gekk frá um aldamótin 1900. Hún er handinnbundin í sérsútað sauðaleður frá Sjávarleðri á Sauðárkróki af Ragnari Einarssyni bókbindara og er í sérsmíðuðum viðarkassa.

- sbt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×