Íslenski boltinn

Þessi fengu verðlaun í Hörpunni í kvöld - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Knattspyrnusamband Íslands afhenti í kvöld verðlaun fyrir keppnistímabilið 2012 en verðlaunahátíðin fór fram í Silfurbergi í Hörpu og var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Atli Guðnason, sóknarmaður Íslandsmeistara FH, og Chantel Nicole Jones, markvörður Íslandsmeistara Þór/KA, voru valin bestu leikmenn ársins af kollegum þeirra í Pepsi-deildunum og þau efnilegustu voru valin Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson og Stjörnustelpan Glódís Perla Viggósdóttir.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, voru valdir þjálfara ársins og bestu dómararnir voru Gunnar Jarl Jónsson í Pepsi-deild karla og Ívar Orri Kristjánsson í Pepsi-deild kvenna.

KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Eyjakonan Anna Þórunn Guðmundsdóttir fengu Prúðmennskuverlaun Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu í Pepsi-deildunum en prúðustu liðin voru lið ÍA í Pepsi-deild karla og lið ÍBV í Pepsi-deild kvenna.

Stjarnan fékk Stuðningsmannaverðlaun ársins í Pepsi-deild karla en Breiðablik í Pepsi-deild kvenna. Markahæstu leikmenn í Pepsi-deild karla og Pepsi-deild kvenna fengu einnig sín verðlaun í kvöld.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hörpunni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Öll verðlaun kvöldsins í Hörpunni:

Bestu leikmenn í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum):

Atli Guðnason, FH, í Pepsi-deild karla

Chantel Nicole Jones, Þór/KA, í Pepsi-deild kvenna

Efnilegustu leikmenn í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum):

Jón Daði Böðvarsson, Selfossi, í Pepsi-deild karla

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni, í Pepsi-deild kvenna

Dómarar ársins í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum):

Gunnar Jarl Jónsson í Pepsi-deild karla

Ívar Orri Kristjánsson í Pepsi-deild kvenna.

Þjálfarar ársins í Pepsi-deildum (valdir af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ):

Heimir Guðjónsson, FH í Pepsi-deild karla

Jóhann Kristinn Gunnarsson, Þór/KA, í Pepsi-deild kvenna

Viðurkenning Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu í Pepsi-deildum (valið af háttvísinefnd KSÍ):

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, KR í Pepsi-deild karla

Anna Þórunn Guðmundsdóttir, ÍBV, í Pepsi-deild kvenna

Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu liða í Pepsi-deildum:

ÍA í Pepsi-deild karla

ÍBV í Pepsi-deild kvenna

Stuðningsmenn ársins í Pepsi-deildum (valdir af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ):

Stjarnan í Pepsi-deild karla

Breiðablik í Pepsi-deild kvenna

Markahæstu leikmenn Pepsi-deilda:

Pepsi-deild karla

1. Atli Guðnason, FH 12 mörk í 22 leikjum

2. Kristinn Ingi Halldórsson, Fram 11 mörk í 19 leikjum

3. Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 10 mörk í 21 leik

Pepsi-deild kvenna:

1. Elín Metta Jensen, Val 18 mörk í 18 leikjum (færri mínútur)

2. Sandra María Jessen, Þór/KA 18 mörk í 18 leikjum

3. Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 17 mörk í 18 leikjum

Lið ársins í Pepsi-deildum (valin af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ):

Pepsi-deild karla

Hannes Þór Halldórsson, KR

Guðjón Árni Antoníusson, FH

Freyr Bjarnason, FH

Rasmus Christiansen, ÍBV

Kristinn Jónsson, Breiðabliki

Alexander Scholz, Stjörnunni

Björn Daníel Sverrisson, FH

Rúnar Már Sigurjónsson, Val

Kristinn Ingi Halldórsson, Fram

Atli Guðnason, FH

Óskar Örn Hauksson, KR

Pepsi-deild kvenna

Chantel Nicole Jones, Þór/KA

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Guðrún Arnardóttir, Breiðabliki

Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni

Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór/KA

Danka Podovac, ÍBV

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Kayle Grimsley, Þór/KA

Elín Metta Jensen, Val

Sandra María Jessen, Þór/KA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×