Viðskipti innlent

DataMarket heimsækir Hvíta húsið

Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri DataMarket.
Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri DataMarket.
Upplýsingatæknifyrirtækið DataMarket mun kynna nýjustu afurð sína, DataMarket Energy, á sérstakri samkomu í Hvíta húsinu í Washington í dag. Það er vísinda- og tæknisvið Hvíta hússins sem stendur fyrir uppákomunni ásamt Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Markmiðið er að kynna nýjungar á sviði orkunýtingar.

DataMarket Energy er nokkurs konar gagnatorg þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um orku, nýtingu hennar sem og önnur gögn.

Framkvæmdastjóri DataMarket, Hjálmar Gíslason, mun kynna hugbúnaðinn í Hvíta húsinu í dag en hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í beinni útsendingu á hér. Einnig verður hægt að nálgast kynninguna á heimasíðu DataMarket Energy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×