Leikmenn Bayern München hafa ekki gleymt síðasta tímabili sem var þeim erfitt. Þá vann liðið þrjú silfur - í deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni.
Toni Kroos, leikmaður liðsins, segir að leikmenn hafi lært af síðasta vetri og ætli að nýta sér þá reynslu til þess að koma enn sterkari til leiks í ár.
"Meistaradeildin og þýska deildin skipta mig miklu máli. Við munum gera allt sem við getum til þess að vinna Meistaradeildina. Það er okkar eina markmið. Við viljum þennan bikar og erum afar vel innstilltir á að ná honum," sagði Kroos.
"Það er ekki hægt að gleyma úrslitaleiknum gegn Chelsea því við vorum svo nálægt því að vinna. Það tap hvetur okkur til afreka í vetur. Við viljum allir komast á Wembley."
Bayern lagði Valencia, 2-1, í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni og spilar á morgun gegn BATE Borisov.
ÍR
Haukar