Menning

Háhyrningar stela senunni

Dögg Mósesdóttir tók þá ákvörðun að færa stuttmyndahátíðina Northern Wave. Hátíðin verður haldin næsta nóvember á næsta ári.
Dögg Mósesdóttir tók þá ákvörðun að færa stuttmyndahátíðina Northern Wave. Hátíðin verður haldin næsta nóvember á næsta ári.
Það kom í ljós á síðustu hátíð að öll gisting í bænum yrði uppbókuð á sama tíma að ári. Ég var því meðvituð um að ég gæti mögulega þurft að færa hátíðina," segir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Wave.

Hátíðin hefur verið haldin í mars í Grundarfirði síðustu fimm ár en háhyrningar sem hafast við í firðinum á þessum tíma árs hafa nú stolið senunni.

"Háhyrningar hafa leitað inn í fjörðinn á þessum tíma síðustu ár og þetta hefur vakið athygli ferðamanna sem koma í bæinn til að fylgjast með hvölunum. Heimamenn hafa grínast með að nú fari fram Northern Whale Festival í bænum í stað Northern Wave."

Dögg tók ákvörðun um að færa hátíðina fyrir stuttu þegar henni fóru að berast fyrir spurnir um skilafrest mynda. Líklegt er að hátíðinverði næst í byrjun nóvember á næsta ári.

"Þetta gæti verið ágæt breyting því veðrið er oft miklu betra í nóvember en í mars. Við höfum oft lent í stormviðri á meðan á hátíðinni stendur og einnig hefur verið illfært vestur." Rökkurdagar, menningarhátíð Grundarfjarðar, fara fram í nóvember ár hvert og þætti Dögg gaman að tengja þessa tvo viðburði saman á einhvern hátt.

Dögg eignaðist sitt fyrsta barn aðeins þremur vikum eftir að síðustu hátíð lauk og viðurkennir að það sé kærkomið að fá lengri tíma til að skipuleggja næstu hátíð á meðan dóttirin er svo ung. "Jú, það er ekki verra að fá lengri tíma til að skipuleggja næstu hátíð."

-sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×