Eru einu kennararnir í kyrrðinni á Drangsnesi 16. október 2012 10:37 Björn Kristjánsson við höfnina á Drangsnesi. Hann og kona hans, Birna Hjaltadóttir, eru einu kennararnir í þorpinu. mynd/svavar pétur eysteinsson "Hérna er allt talsvert rólegra og einfaldara," segir tónlistarmaðurinn Borko sem er fluttur úr Reykjavík norður á Drangsnes ásamt konu sinni Birnu Hjaltadóttur. Þau eru allt í öllu í grunnskóla þorpsins því þau sjá um alla kennsluna í skólanum. Nemendurnir eru aðeins ellefu talsins. Birna er jafnframt skólastjóri. "Hún er ættuð héðan af svæðinu, úr Árneshreppi, og þekkir ágætlega til á Drangsnesi. Þegar við fréttum að þessi staða væri laus fannst okkur það ansi spennandi að breyta til og gera eitthvað nýtt," segir Borko, eða Björn Kristjánsson, um flutninginn norður á land. Þau voru áður kennarar í Norðlingaskóla en sjá ekki eftir því að hafa skipt um starfsvettvang. "Þetta er ótrúlega skemmtilegt verkefni. Það er samt heljarinnar mál að setja sig inn í námsefni allra greinanna í öllum bekkjum. Það er búið að vera stærsta verkefni haustsins." Aðspurður segir hann gott að semja tónlist á nýja staðnum. "Maður hefur aðeins meira rými til þess. Klukkan einhvern veginn tikkar öðruvísi. Maður hefur færri skyldum að gegna gagnvart fjölskyldunni og öðru fólki og svigrúmið verður miklu meira." Önnur sólóplata Borko er einmitt að koma út bæði hér á landi á vegum Kimi Records og úti í heimi hjá útgáfunni Sound of a Handshake, undirfyrirtæki hins þýska Morr Music. Síðasta plata hans, Celebrating Life, kom út fyrir fjórum árum. Borko gerir meira en að kenna og semja tónlist á Drangsnesi því hann hefur einnig ýtt úr vör tónleikaröðinni Mölinni sem verður haldin mánaðarlega á Malarkaffi á Drangsnesi. Á fyrstu tónleikunum síðasta laugardag spiluðu Prinspóló, eða Svavar Pétur Eysteinsson, og kona hans Berglind Hässler. Þau hafa undanfarnar vikur einnig dvalist á Drangsnesi. Þar starfa þau sem gestakennarar í grunnskólanum út þessa viku og eru að búa til skólablað með krökkunum. Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Hérna er allt talsvert rólegra og einfaldara," segir tónlistarmaðurinn Borko sem er fluttur úr Reykjavík norður á Drangsnes ásamt konu sinni Birnu Hjaltadóttur. Þau eru allt í öllu í grunnskóla þorpsins því þau sjá um alla kennsluna í skólanum. Nemendurnir eru aðeins ellefu talsins. Birna er jafnframt skólastjóri. "Hún er ættuð héðan af svæðinu, úr Árneshreppi, og þekkir ágætlega til á Drangsnesi. Þegar við fréttum að þessi staða væri laus fannst okkur það ansi spennandi að breyta til og gera eitthvað nýtt," segir Borko, eða Björn Kristjánsson, um flutninginn norður á land. Þau voru áður kennarar í Norðlingaskóla en sjá ekki eftir því að hafa skipt um starfsvettvang. "Þetta er ótrúlega skemmtilegt verkefni. Það er samt heljarinnar mál að setja sig inn í námsefni allra greinanna í öllum bekkjum. Það er búið að vera stærsta verkefni haustsins." Aðspurður segir hann gott að semja tónlist á nýja staðnum. "Maður hefur aðeins meira rými til þess. Klukkan einhvern veginn tikkar öðruvísi. Maður hefur færri skyldum að gegna gagnvart fjölskyldunni og öðru fólki og svigrúmið verður miklu meira." Önnur sólóplata Borko er einmitt að koma út bæði hér á landi á vegum Kimi Records og úti í heimi hjá útgáfunni Sound of a Handshake, undirfyrirtæki hins þýska Morr Music. Síðasta plata hans, Celebrating Life, kom út fyrir fjórum árum. Borko gerir meira en að kenna og semja tónlist á Drangsnesi því hann hefur einnig ýtt úr vör tónleikaröðinni Mölinni sem verður haldin mánaðarlega á Malarkaffi á Drangsnesi. Á fyrstu tónleikunum síðasta laugardag spiluðu Prinspóló, eða Svavar Pétur Eysteinsson, og kona hans Berglind Hässler. Þau hafa undanfarnar vikur einnig dvalist á Drangsnesi. Þar starfa þau sem gestakennarar í grunnskólanum út þessa viku og eru að búa til skólablað með krökkunum.
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira