Start vann fimmta sigur sinn í röð í norsku 1. deildinni í fótbolta með að leggja Alta 2-0 á útivelli. Guðmundur Kristjánsson skoraði fyrra mark leiksins á 18. mínútu en bæði hann og Matthías Vilhjálmsson léku allan leikinn fyrir Start.
Fredrik Strömstad skoraði seinna mark Start þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.
Þetta var sjötta mark Guðmundar fyrir Start á tímabilinu en liðið en komið í 60 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, níu stigum á undan Sandefjord og ljóst að sæti í úrvalsdeildinni blasir við liðinu.
Matthías hefur skorað 16 mörk fyrir Start á tímabilinu og ljóst að Íslendingarnir hafa átt mikinn þátt í velgengni liðsins á tímabilinu.
Keflavík
Grindavík