Fréttakonan Lóa Pind fréttakona býr í fallegu, skandinavísku húsi í Góugötu í litla Skerjafirði í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Lóa leggur mikla áherslu á að heimilið sé þægilegt og vill sem minnst af styttum og öðrum fínum hlutum í kringum sig.
Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsækir Lóu í þættinum Heimsókn sem er í opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 annað kvöld.
Baðið hjá Lóu er einfalt en á sama tíma hlýlegt.
Birtan og grænn gróðurinn í garðinum gerir mikið fyrir rýmið.