Menning

Handverkið njóti sín

Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir keramikhönnuður opnar á morgun sýningu í Herberginu, sýningarrými Kirsuberjatrésins að Vesturgötu 4.

"Ég reyni að skapa samspil á milli einfaldleikans, hversdagslífsins, náttúrunnar og kraftsins í mismundi hliðum í raunveruleikanum og/eða í draumaheimi mínum.

Ég leik mér á jaðri handverks og iðnaðar, engin verka minna eru nákvæmlega eins. Ég leyfi handverkinu að njóta sín.

Ég vil að það sjáist að hlutirnir eru handgerðir, hvort eru renndir, steyptir eða handmótaðir," segir Ragnheiður Ingunn.

Opnun sýningarinnar er á milli fimm og sjö á morgun en er annars opin virka daga frá klukkan tíu til sex og laugardaga frá ellefu til fjögur. Sýningin stendur til 22. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×