Fótbolti

SönderjyskE tryggði sér Íslendingaslag í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallgrímur Jónasson í landsleik á móti Svíum.
Hallgrímur Jónasson í landsleik á móti Svíum. Mynd/AFP
SönderjyskE komst í dag í sextán liða úrslit danska bikarsins eftir 4-0 útisigur á b-deildarliðinu FC Hjörring. SönderjyskE mætir stórliði FC Kaupmannahöfn í næstu umferð og þar verður því um Íslendingaslag að ræða.

SönderjyskE tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en á 50. mínútu en þá barst stíflan og liðið skoraði þrjú mörk á þremur mínútum. Sören Mussmann skoraði fyrsta markið en Björn Paulsen bætti síðan við þremur mörkum.

Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson leika báðir með SönderjyskE-liðinu en hvorugur þeirra var með í leiknum í dag. Þeir verða vonandi með á móti FCK þar sem Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason spila allir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×