Fótbolti

Aron klár í slaginn í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Aron í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/Anton
AGF, lið Arons Jóhannssonar, mætir Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en Aron skoraði einmitt fræga fernu gegn þessu sama liði fyrr í haust.

Aron sló met Ebbe Sand með því að skora þrennu á tæpum fjórum mínútum en fernan kom á sextán mínútum - sem einnig er met.

Hann hefur verið frá vegna meiðsla en alls hefur hann skorað tólf mörk í þrettán leikjum. Hann verður líklega ekki í byrjunarliðinu í kvöld en gæti komið við sögu sem varamaður.

„Það mikilvægasta er að liðið komist aftur á sigurbraut," sagði Aron en AGF tapaði fyrir FCK í mikilvægum leik um helgina.

„Þetta snýst um þrjú stig en ekki um hvort að ég komi inn á og skori. Síðasti leikur gegn Horsens var frábær fyrir mig og allt lið. Það var súrrealísk reynsla."

AGF er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×