Innlent

Gagnrýnir Ríkisendurskoðanda harðlega vegna Eirar-málsins

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Ríkisendurskoðanda harðlega á þingi í dag þar sem rætt var um störf þingsins. Ástæðan var sú að Ríkisendurskoðun telur sig ekki heimilt að rannsaka málefni Eirar eins og farið var fram á en var svo hafnað af Ríkisendurskoðanda í gær.

„Ég veit að Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og það segir honum engum fyrir verkum," sagði Valgerður en hún gagnrýndir meðal annars að í svari Ríkisendurskoðanda komi fram að honum sé eingöngu heimilt að skoða hjúkrunarheimilið Eir en ekki öryggisíbúðirnar.

Valgerður Bjarnadóttir.
„Engu að síður skrifaði Ríkisendurskoðandi upp á það að hjúkrunarheimilið yrði veðsett til þess að byggja öryggisíbúðir," sagði Valgerður og bætti við að í ársskýrslu Eirar kæmi fram að félagið skuldaði hjúkrunarheimilinu 140 milljónir króna.

„Allur þessi rekstur er á sömu kennitölu og mér gjörsamlega óskiljanlegt að Ríkisendurskoðandi telji sig ekki hafa umboð til þess að fara í saumana á þessu máli," sagði Valgerður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×