Fótbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

Fjórða umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld. Þar ber hæst baráttan í D-riðlinum þar sem að spænska meistaraliðið Real Madrid tekur á móti Borussia Dortmund, sem eru Þýskalandsmeistarar. Og örlög Englandsmeistaraliðs Manchester City gætu ráðist þar sem liðið tekur á móti Ajax frá Hollandi.

Í myndbandinu sem fylgir fréttinn má sjá helstu atvikin úr leik Borussia Dortmund og Real Madrid sem fram fór í Þýskalandi í lok október. Þar hafði Dortmund betur, 2-1.

Athygli er vakin á því að leikir kvöldsins hefjast klukkutíma síðar en áður og upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 19.00. Heimir Guðjónsson og Hjörtur Hjartarson verða með Þorsteini J. í þætti kvöldsins og í Meistaramörkunum þar sem að leikir kvöldsins verða gerðir upp.



Dagskráin á Stöð 2 sport í kvöld:

19:00: Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Stöð 2 sport | HD

19:30: Schalke – Arsenal | Stöð 2 sport 4

19:30: Man. City - Ajax | Stöð 2 sport 3

19:30: Real Madrid – Dortmund | Stöð 2 sport | HD

21:45: Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Stöð 2 sport | HD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×