Fótbolti

Þóra og Sif í liði ársins í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðboltarnir Sif og Þóra fagna marki í landsleik gegn Ungverjum.
Stuðboltarnir Sif og Þóra fagna marki í landsleik gegn Ungverjum. Mynd/Daníel
Íslensku landsliðskonurnar Þóra Björg Helgadóttir og Sif Atladóttir voru í gær valdar í lið ársins af sænska ríkissjónvarpinu.

Þóra Björg leikur með Malmö sem missti af meistaratitlinum eftir dramatískt 1-0 tap gegn Tyresö á heimavelli sínum í gær. Í umsögn um Þóru segir:

„Hún er stöðugur leikmaður sem getur gert gæfumuninn. Les leikinn vel og er sterk í loftinu."

Sif Atladóttir leikur í hjarta varnarinnar með Íslendingaliðinu Kristianstad sem þjálfað er af Elísabetu Gunnarsdóttur. Í umsögn um Sif segir:

„Vanmetinn miðvörður sem ætti að vera tilnefnd sem varnarmaður ársins. Fljót og virkilega góður leikmaður."

Lið ársins er eftirfarandi:

Þóra Björg Helgadóttir, Malmö

Line Röddik Hansen, Tyresö

Emma Berglund, Umeå

Sif Atladottir, Kristianstad

Marta, Tyresö

Veronica Boquete, Tyresö

Caroline Seger, Tyresö

Anita Asante, Göteborg

Kosovare Asllani, Kristianstad (nú leikmaður PSG í Frakklandi)

Anja Mittag, Malmö - leikmaður ársins

Ramona Bachmann, Malmö




Fleiri fréttir

Sjá meira


×