Fótbolti

Ari einn af 50 bestu leikmönnunum í sænsku deildinni

Óskar Ófeigur Jóns skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. Mynd/Heimasíða Sundsvall
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason hefur spilað vel með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar og sérstök valnefnd á vegum sænska blaðsins Expressen hefur valið hann í hóp bestu leikmanna deildarinnar.

Ari Freyr skipar 47. sætið á 50 manna lista blaðsins en Expressen-menn telja nú niður og birta listan sinn í fimm hlutum. Það má búast við því að Gunnar Heiðar Þorvaldsson sé líka á listanum en það á eftir að koma í ljós.

„Ari hefur haldið tryggð við Sundsvall og hjálpað nýliðunum að komast í fyrirsagnirnar í ár. Öflugur í aukaspyrnum og hefur unnið sér sæti í landsliðshópi Lars Lagerbäck," segir í umfjölluninni um Ara Frey.

Ari Freyr hefur spilað 25 leiki með Sundsvall á tímabilinu og er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í þeim. Þetta er fimmta tímabil hans með liðinu en hann lék með Sundsvall í b-deildinni frá 2009 til 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×