Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 27-26 | N1 deild karla Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. nóvember 2012 00:01 Mynd/Daníel Haukar mörðu ÍR 27-26 í lokaleik níundu umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en litlu munaði að ÍR jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar léku við hvurn sinn fingur í fyrri hálfleik. Liðið gat skorað að vild og varnarleikurinn var að mestu góður. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik 19-13 og hefði sá munur hæglega getað verið meiri. ÍR-ingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt að minnka muninn í þrjú mörk 19-16. Haukar skoruðu ekki fyrr en á sjöundu mínútu hálfleiksins en þá vöknuðu heimamenn á ný og komust sjö mörkum yfir 24-17 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. ÍR-ingar svörðu með fimm mörkum í röð á sex mínútum og upp hófst æsispennandi endasprettur. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka og kom Haukum í 27-25 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn út víti og Kristófer Fannar sem hafði engan vegin náð sér á strik í leiknum varði tvö skot í síðustu sókn Hauka og ÍR fékk tækifæri til að jafna. Ingimundur Ingimundarson átti síðasta skot leiksins, Aron Rafn varði í slána, boltinn fór þaðan í bakið á Aroni, á marklínuna og út. Þar með var sigur Hauka staðreynd. Haukar eru því á ný komnir með sex stiga forystu í deildinni en ÍR er enn í þriðja sæti, átta stigum á eftir Haukum. Aron: Of margir sem melduðu sig út úr leiknum„Mér fannst við koma ágætlega inn í leikinn þó við höfum verið passívir í vörninni til að byrja með. Við náðum upp að vera ákveðnari í 6-0 vörninni og þá náðum við tökum á henni. Við náðum þá ágætu forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin líka. Við skorum einhver 19 mörk í fyrri hálfleik en mætum gjörsamlega á hælunum inn í seinni hálfleik. Það vantaði allt bit í sóknarleikinn og alla áræðni. „Við áttum í miklum erfiðleikum í sókninni af því að við sóttum ekki almennilega á markið úr kerfunum okkar. Við hleypum þeim inn í leikinn en náum aftur forskoti. Við hleypum þeim aftur inn í leikinn vegna þess að við erum komnir á hælana. Það er oft erfitt að rífa sig upp aftur. „Það voru of margir sem hreinlega melduðu sig út úr leiknum en í fyrri hálfleik virkaði allt mjög vel. Í seinni hálfleik voru þó nokkrir sem stimpluðu sig út og því varð þetta erfiðara en það þurfti en við sýndum mikla sigur hugsun og karakter að klára sigur," sagði Aron. Haukar misstu Elías Má Halldórsson útaf meiddan í annarri sókn Hauka í seinni hálfleik. Aron taldi það ekki hafa orsakað slaka spilamennsku Hauka í seinni hálfleik. „Mér fannst við dottnir niður á hælana fyrir það. Það vantaði allt bit strax í fyrstu sókninni. Árni Steinn átti kafla þar sem hann fann sig illa og var þreyttur og þetta gerði það að verkum að við gátum ekki hvílt hann í sókninni. „Helminginn af leiknum spilum við frábæran handbolta en svo dettum við alveg niður. Okkar vandi er að halda einbeitingunni. Botninn okkar er ekki nógu hátt uppi. við erum ekki nógu góðir til að geta mætt með 80% einbeitingu og unnið örugglega. Við þurfum að vera 100% til að gera þetta almennilega. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Við leikum mjög vel en dettum svo niður sem er algjör óþarfi. Við bjuggum til gott forskot með góðri spilamennsku en menn þurfa að halda áfram að keyra þó þeir séu komnir með gott forskot," sagði Aron að lokum. Bjarki: Fyrri hálfleikur hreinlega stórslys„Þetta er sárgrætilegt. Ég er mjög svekktur yfir að hafa tapað þessum stigum. Mér fannst við verðskulda að minnsta kosti annað stigið. Fyrri hálfleikur var hreinlega stórslys af okkar hálfu,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við töluðum saman í hálfleik að koma með grimmd inn í þetta. Við spiluðum seinni hálfleik á móti Aftureldingu af mikilli grimmd, vörnin kom og markvarsla og það gerðist aftur hér. Markvarslan kom í seinni hálfleik sem betur fer en við þurfum að keyra í 60 mínútur, við getum ekki boðið okkur upp á að vera bara í 30 mínútum. „Það gekk allt upp hjá Haukum í fyrri hálfleik. Við lentum í brotsjó og náðum varla skoti á markið. Þetta var leikur kattarins að músinni. „Það er erfitt að vinna þetta forskot upp. Haukar eru með vel skipulagt lið og þeir spila fanta vörn og treysta á hraðaupphlaup. Við vissum að við þyrftum að fella þá á þeirra eigin bragði. Varnarlega hjá okkur í fyrri hálfleik var ekki boðlegt. Það gekk ekkert upp. Allt sem fór framhjá vörninni fór inn í markið. „Seinni hálfleikurinn lofar mjög góðu. Nú þurfum við bara að taka það góða úr þessum 30 mínútum og taka það inn á móti Akureyri á miðvikudaginn. „Varnarleikurinn var góður og við fundum glufur í sókninni í seinni hálfleik. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Haukum og þeir voru mikið manni færri. Við unnum okkur vel inn í leikinn en vörnin var frábær þessar 30 mínútur. Það er ömurlegt að fara hundsvekktur með tap á bakinu í stað þess að fá eitt stig. „Ég held að það sé eitt af tíu svona skotum sem fer út. Öll hin fara inn,“ sagði Bjarki um síðasta skot leiksins hjá ÍR. Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Haukar mörðu ÍR 27-26 í lokaleik níundu umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en litlu munaði að ÍR jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar léku við hvurn sinn fingur í fyrri hálfleik. Liðið gat skorað að vild og varnarleikurinn var að mestu góður. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik 19-13 og hefði sá munur hæglega getað verið meiri. ÍR-ingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt að minnka muninn í þrjú mörk 19-16. Haukar skoruðu ekki fyrr en á sjöundu mínútu hálfleiksins en þá vöknuðu heimamenn á ný og komust sjö mörkum yfir 24-17 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. ÍR-ingar svörðu með fimm mörkum í röð á sex mínútum og upp hófst æsispennandi endasprettur. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka og kom Haukum í 27-25 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn út víti og Kristófer Fannar sem hafði engan vegin náð sér á strik í leiknum varði tvö skot í síðustu sókn Hauka og ÍR fékk tækifæri til að jafna. Ingimundur Ingimundarson átti síðasta skot leiksins, Aron Rafn varði í slána, boltinn fór þaðan í bakið á Aroni, á marklínuna og út. Þar með var sigur Hauka staðreynd. Haukar eru því á ný komnir með sex stiga forystu í deildinni en ÍR er enn í þriðja sæti, átta stigum á eftir Haukum. Aron: Of margir sem melduðu sig út úr leiknum„Mér fannst við koma ágætlega inn í leikinn þó við höfum verið passívir í vörninni til að byrja með. Við náðum upp að vera ákveðnari í 6-0 vörninni og þá náðum við tökum á henni. Við náðum þá ágætu forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin líka. Við skorum einhver 19 mörk í fyrri hálfleik en mætum gjörsamlega á hælunum inn í seinni hálfleik. Það vantaði allt bit í sóknarleikinn og alla áræðni. „Við áttum í miklum erfiðleikum í sókninni af því að við sóttum ekki almennilega á markið úr kerfunum okkar. Við hleypum þeim inn í leikinn en náum aftur forskoti. Við hleypum þeim aftur inn í leikinn vegna þess að við erum komnir á hælana. Það er oft erfitt að rífa sig upp aftur. „Það voru of margir sem hreinlega melduðu sig út úr leiknum en í fyrri hálfleik virkaði allt mjög vel. Í seinni hálfleik voru þó nokkrir sem stimpluðu sig út og því varð þetta erfiðara en það þurfti en við sýndum mikla sigur hugsun og karakter að klára sigur," sagði Aron. Haukar misstu Elías Má Halldórsson útaf meiddan í annarri sókn Hauka í seinni hálfleik. Aron taldi það ekki hafa orsakað slaka spilamennsku Hauka í seinni hálfleik. „Mér fannst við dottnir niður á hælana fyrir það. Það vantaði allt bit strax í fyrstu sókninni. Árni Steinn átti kafla þar sem hann fann sig illa og var þreyttur og þetta gerði það að verkum að við gátum ekki hvílt hann í sókninni. „Helminginn af leiknum spilum við frábæran handbolta en svo dettum við alveg niður. Okkar vandi er að halda einbeitingunni. Botninn okkar er ekki nógu hátt uppi. við erum ekki nógu góðir til að geta mætt með 80% einbeitingu og unnið örugglega. Við þurfum að vera 100% til að gera þetta almennilega. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Við leikum mjög vel en dettum svo niður sem er algjör óþarfi. Við bjuggum til gott forskot með góðri spilamennsku en menn þurfa að halda áfram að keyra þó þeir séu komnir með gott forskot," sagði Aron að lokum. Bjarki: Fyrri hálfleikur hreinlega stórslys„Þetta er sárgrætilegt. Ég er mjög svekktur yfir að hafa tapað þessum stigum. Mér fannst við verðskulda að minnsta kosti annað stigið. Fyrri hálfleikur var hreinlega stórslys af okkar hálfu,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við töluðum saman í hálfleik að koma með grimmd inn í þetta. Við spiluðum seinni hálfleik á móti Aftureldingu af mikilli grimmd, vörnin kom og markvarsla og það gerðist aftur hér. Markvarslan kom í seinni hálfleik sem betur fer en við þurfum að keyra í 60 mínútur, við getum ekki boðið okkur upp á að vera bara í 30 mínútum. „Það gekk allt upp hjá Haukum í fyrri hálfleik. Við lentum í brotsjó og náðum varla skoti á markið. Þetta var leikur kattarins að músinni. „Það er erfitt að vinna þetta forskot upp. Haukar eru með vel skipulagt lið og þeir spila fanta vörn og treysta á hraðaupphlaup. Við vissum að við þyrftum að fella þá á þeirra eigin bragði. Varnarlega hjá okkur í fyrri hálfleik var ekki boðlegt. Það gekk ekkert upp. Allt sem fór framhjá vörninni fór inn í markið. „Seinni hálfleikurinn lofar mjög góðu. Nú þurfum við bara að taka það góða úr þessum 30 mínútum og taka það inn á móti Akureyri á miðvikudaginn. „Varnarleikurinn var góður og við fundum glufur í sókninni í seinni hálfleik. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Haukum og þeir voru mikið manni færri. Við unnum okkur vel inn í leikinn en vörnin var frábær þessar 30 mínútur. Það er ömurlegt að fara hundsvekktur með tap á bakinu í stað þess að fá eitt stig. „Ég held að það sé eitt af tíu svona skotum sem fer út. Öll hin fara inn,“ sagði Bjarki um síðasta skot leiksins hjá ÍR.
Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira