Erlent

Forseti Mexíkó vill breyta nafni landsins í Mexíkó

Felipe Calderon forseti Mexíkó vill breyta hinu opinbera nafni landsins. Hið opinbera nafn er Bandaríki Mexíkó eða Estados Unidos Mexicanos en Calderon vill einfalda nafnið og að það verði aðeins Mexíkó eins og raunar flest allir jarðarbúar kalla landið í dag.

Mexíkó fékk hið opinbera nafn sitt árið 1824 og var fyrirmynd þess sótt til nágranna Mexíkó í norðri það er Bandaríkjanna. Nafnið er eingöngu notað á peningaseðlum, myntum og opinberum skjölum.

Calderon lagði fyrst fram tillögu sína um þessa nafnabreytingu árið 2003 en þá fékk hún ekki brautargengi á þingi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×