Tottenham vann fínan 3-1 sigur á Panathinaikos í kvöld. Þetta var leikur í lokaumferð Evrópudeildarinnar. Spurs tryggði sig inn í 32-liða úrslitin með sigrinum.
Emmanuel Adebayor skoraði fyrsta markið er hann komst einn gegn markverði og kláraði vel. Það var búin að vera lítil ógnun frá gríska liðinu er þeir náðu óvænt að jafna.
Eftir það jafnaðist leikurinn nokkuð. Spurs náði þó áttum að lokum. Dempsey átti fyrst skalla í slá sem fór í markvörðinn og inn. Svo kláraði Defoe leikinn undir lokin.
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu tíu mínútur leiksins fyrir Tottenham.
Fótbolti