Rummenigge og félagar hjálpuðu Müller í baráttunni við Bakkus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 20:30 Þýski markahrókurinn Gerd Müller hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Ástæðan er sú að argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur slegið tvö met Müller sem einhver hefði talið ómögulegt að slá. Müller átti metið í markaskorun á einu keppnistímabili en Lionel Messi sló metið í vor. Enn stóð met Müller yfir flest mörk á einu almanaksári. Metið var 85 mörk en Messi hefur skorað 90 mörk. Í heimildarmynd frá Sky, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, er fjallað um feril Müller og rætt við vini hans og liðsfélaga. Uli Höness, Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer, sem allir léku með Müller hjá Bayern og þýska landsliðinu, lofsyngja félaga. Müller lauk knattspyrnuferli sínum í Bandaríkjunum en Rummenigge telur það hafa verið mistök. Þar hafi Müller ekki notið sín sem skyldi, hann hafi ekki talað stakt orð í ensku og þar hafi áfengisnotkun hans orðið að vandamáli. Í myndinni greina þýsku kempurnar frá því þegar þær hittu Müller eitt sinn á flugvelli. Þá áttuðu þeir sig á því hve alvarlegt áfengisvandamál hans var orðið og komu vini sínum til bjargar. Bayern München varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari og vann Meistaradeildina, sem þá var kölluð Evrópukeppni meistaraliða, þrívegis. Paul Breitner, einn fjögurra leikmanna sem skorað hefur í úrslitaleik tveggja heimsmeistarakeppna, hefur líkt og hinir mikið álit á Müller. „Þýskaland hefði aldrei orðið heims- eða Evrópumeistari (1972 og 1974) án Gerd Müller," segir Breitner. Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Þýski markahrókurinn Gerd Müller hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Ástæðan er sú að argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur slegið tvö met Müller sem einhver hefði talið ómögulegt að slá. Müller átti metið í markaskorun á einu keppnistímabili en Lionel Messi sló metið í vor. Enn stóð met Müller yfir flest mörk á einu almanaksári. Metið var 85 mörk en Messi hefur skorað 90 mörk. Í heimildarmynd frá Sky, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, er fjallað um feril Müller og rætt við vini hans og liðsfélaga. Uli Höness, Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer, sem allir léku með Müller hjá Bayern og þýska landsliðinu, lofsyngja félaga. Müller lauk knattspyrnuferli sínum í Bandaríkjunum en Rummenigge telur það hafa verið mistök. Þar hafi Müller ekki notið sín sem skyldi, hann hafi ekki talað stakt orð í ensku og þar hafi áfengisnotkun hans orðið að vandamáli. Í myndinni greina þýsku kempurnar frá því þegar þær hittu Müller eitt sinn á flugvelli. Þá áttuðu þeir sig á því hve alvarlegt áfengisvandamál hans var orðið og komu vini sínum til bjargar. Bayern München varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari og vann Meistaradeildina, sem þá var kölluð Evrópukeppni meistaraliða, þrívegis. Paul Breitner, einn fjögurra leikmanna sem skorað hefur í úrslitaleik tveggja heimsmeistarakeppna, hefur líkt og hinir mikið álit á Müller. „Þýskaland hefði aldrei orðið heims- eða Evrópumeistari (1972 og 1974) án Gerd Müller," segir Breitner.
Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira