Handbolti

Hæsta hlutfall uppaldra leikmanna hjá FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Freyr Andrésson
Daníel Freyr Andrésson Mynd/Valli
Fimmtán af nítján leikmönnum FH í N1 deild karla í handbolta í vetur eru uppaldir leikmenn en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er byggt á gögnum frá Árna Stefánssyni, fræðslufulltrúa HSÍ.

Akureyri hefur aftur á móti notað flesta uppalda leikmenn eða alls sextán en alls hefur 21 leikmaður spilað fyrir Akureyrarliðið í vetur. 79 prósent leikmanna FH í vetur eru uppaldir en 76 prósent leikmanna Akureyrar.

HK og Valur eru með lægsta hlutfall uppaldra leikmanna í deildinni en aðeins 7 af 19 leikmönnum þessara félaga voru aldir upp í félaginu eða bara 37 prósent.

FH er einnig með yngsta liðið í deildinni en meðalaldur félagsins er 22,4 ár. ÍR-ingar eru hinsvegar með elsta liðið en meðalaldurinn í Breiðholtinu er 25,7 ár.

Uppaldir leikmenn í N1 deild karla í vetur

79 prósent

FH (15 af 19)

76 prósent

Akureyri (16 af 21)

72 prósent

Afturelding (13 af 18)

65 prósent

ÍR (11 af 17)

53 prósent

Haukar (9 af 17)

52 prósent

Fram (10 af 19)

37 prósent

HK (7 af 19)

Valur (7 af 19)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×