Íslenska landsliðið í badminton mætir Rússlandi og Búlgaríu í Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Ramenskoye í Rússlandi í febrúar á næsta ári.
28 þjóðir taka þátt í Evrópukeppninni og er þeim skipt í átta riðla. Fjórir riðlanna eru þriggja þjóða en fjórar þjóðir eru í hinum riðlunum fjórum.
Ísland hefur einu sinni áður mætt Rússum í landsleik í badminton. Það var árið 2008 og unnu Rússar sigur í öllum viðureignunum fimm. Íslandi hefur hins vegar gengið öllu betur gegn Búlgaríu, unnið sex viðureignir og tapað þremur.
Rússar eru í 9. sæti á styrkleikalista landsliða, Búlgaría í 24. sæti og Ísland í 39. sæti listans.
Sport