Innlent

Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán

Blaðamannafundur í miðju hruninu.
Blaðamannafundur í miðju hruninu.
Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Færeyingar voru fyrsta þjóðin sem bauðst til að lána Íslandi eftir hrunið í október 2008. Færeyingar buðust til þess á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki í október 2008 að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna.

Þann 23. mars 2009 var undirritaður lánssamningur milli Landsstjórnar Færeyja og íslenska ríkisins, þess efnis að Landsstjórn Færeyja lánaði íslenska ríkinu 300 milljónir danskra króna, jafngildi um 6,6 milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi.

Lánið var veitt í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta var fyrsta tvíhliða lánið til Íslands af þessu tagi, en síðar sama ár voru undirritaðir lánssamningar við Danmörk, Finnland, Noreg, Svíþjóð og Pólland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×