Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 13:16 Matthías Máni Erlingsson Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira