Lionel Messi hafnaði í þriðja sæti í árlegu kjöri íþróttafréttamanna í Argentínu um íþróttamann ársins.
Hnefaleikamaðurinn Sergio Martinez hafnaði í efsta sæti í kjörinu og Taekwondo-kappinn Sebastian Crismanich, sem vann gull á Ólympíuleikunum í London, varð annar. Crismanich varð fyrstur Argentínumanna til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikum í einstaklingsgrein í 64 ár.
Hnefaleikakappinn Martinez er þjóðhetja í Argentínu en hnefaleikatímaritið The Ring segir hann fjórða besta hnefaleikakappa heims á eftir Bandaríkjamönnunum Floyd Mayweather og Andre Ward og Mexíkómanninum Juan Manuel Márquez.

