Fékk risatilboð frá Sherlock Holmes-fólki 14. desember 2012 14:45 Baltasar Kormákur getur valið úr tilboðum um þessar mundir. nordicphotos/getty Baltasar Kormákur getur valið úr tilboðum eftir frábært gengi Hollywood-myndarinnar Contraband með Mark Wahlberg í aðalhlutverki og vel heppnaðar sýningar á Djúpinu erlendis. „Ég er búinn að fá nokkur tilboð eftir sýningar á henni [Djúpinu]. Risatilboð frá Warner Brothers og fleirum, þannig að hún mælist rosalega vel fyrir. Ég er búinn að gera Contraband og menn þekkja mig dálítið. Svo sjá þeir þessa mynd og sjá einhvern annan vinkil,“ segir leikstjórinn. „Þetta er eitthvað sem ég er að skoða, m.a. tilboð frá framleiðandanum að Sherlock Holmes-seríunni um að gera stóra mynd, hugsanlega byrjunina á myndaflokki í svipuðum stíl og Sherlock Holmes-dæmið.“ Djúpið er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Baltasar kveðst renna blint í sjóinn varðandi möguleika myndarinnar á að fá tilnefningu. „Ég hef ekki séð hinar myndirnar. Þetta er eins og að hlaupa í kapp við einhvern sem maður veit ekki hvað hleypur hratt. En ég held í vonina. Það verður gaman ef það tekst.“ Leikstjórinn er staddur í Los Angeles að ljúka við svokallað „director‘s cut“ á spennumyndinni Two Guns með Denzel Washington og Wahlberg í aðalhlutverkum. Um tíu vikna ferli er að ræða þar sem Baltasar púslar myndinni saman og lýkur því núna rétt fyrir jólin. Næsta skref verður að fá viðbrögð fólks við útkomunni. Two Guns er dýrasta myndin sem hann hefur gert í kvikmyndaborginni og kostar um sjö milljarða króna eftir skattaafslátt. Frumsýning er fyrirhuguð 16. ágúst á næsta ári. Áframhaldandi vinna við Two Guns heldur áfram eftir áramót en að henni lokinni, eða í apríl, ferðast Baltasar til Ungverjalands og Berlínar þar sem hann leikstýrir prufuþætti fyrir nýja sjónvarpsþáttaröð, The Missionary, á vegum sjónvarpsrisans HBO. Benjamin Walker, virtur sviðsleikari í New York, leikur aðalhlutverkið. „Þetta verður spennandi. Það er mjög eftirsótt að komast í þennan þátt og mikið af leikurum að reyna það,“ segir hann. Að þessu verkefni loknu mun Baltasar líklega leikstýra myndinni Everest sem er sannsöguleg og fjallar um óveður sem klifurmenn lentu í í hlíðum Everest, hæsta fjalli jarðar, árið 1996. Stefnan er að taka hana upp að mestum hluta á Íslandi. Einhverjar tökur verða líka á Everest í Nepal. Baltasar til halds og trausts verður bandaríski fjallagarpurinn David Breashears sem hefur oft farið á topp Everest og unnið sem ráðgjafi við myndirnar Cliffhanger og Seven Years in Tibet. „Hann þekkir þetta eins og lófann á sér.“ Framleiðendur verða Working Title og Universal og stefnir allt í að myndin verði sú dýrasta sem Baltasar hefur tekið sér fyrir hendur. Með skattaafslætti er reiknað með um 7,6 milljarða króna kostnaði. Núna styttist óðfluga í jólin og aðspurður segist Baltasar ætla að reyna að vera með fjölskyldunni heima á Íslandi yfir hátíðirnar. „Ég er ekkert búinn að vera heima síðan í febrúar, nema nokkrar vikur í kringum frumsýninguna á Djúpinu,“ segir leikstjórinn upptekni. freyr@frettabladid.isAFP/NordicPhotos Menning Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Baltasar Kormákur getur valið úr tilboðum eftir frábært gengi Hollywood-myndarinnar Contraband með Mark Wahlberg í aðalhlutverki og vel heppnaðar sýningar á Djúpinu erlendis. „Ég er búinn að fá nokkur tilboð eftir sýningar á henni [Djúpinu]. Risatilboð frá Warner Brothers og fleirum, þannig að hún mælist rosalega vel fyrir. Ég er búinn að gera Contraband og menn þekkja mig dálítið. Svo sjá þeir þessa mynd og sjá einhvern annan vinkil,“ segir leikstjórinn. „Þetta er eitthvað sem ég er að skoða, m.a. tilboð frá framleiðandanum að Sherlock Holmes-seríunni um að gera stóra mynd, hugsanlega byrjunina á myndaflokki í svipuðum stíl og Sherlock Holmes-dæmið.“ Djúpið er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Baltasar kveðst renna blint í sjóinn varðandi möguleika myndarinnar á að fá tilnefningu. „Ég hef ekki séð hinar myndirnar. Þetta er eins og að hlaupa í kapp við einhvern sem maður veit ekki hvað hleypur hratt. En ég held í vonina. Það verður gaman ef það tekst.“ Leikstjórinn er staddur í Los Angeles að ljúka við svokallað „director‘s cut“ á spennumyndinni Two Guns með Denzel Washington og Wahlberg í aðalhlutverkum. Um tíu vikna ferli er að ræða þar sem Baltasar púslar myndinni saman og lýkur því núna rétt fyrir jólin. Næsta skref verður að fá viðbrögð fólks við útkomunni. Two Guns er dýrasta myndin sem hann hefur gert í kvikmyndaborginni og kostar um sjö milljarða króna eftir skattaafslátt. Frumsýning er fyrirhuguð 16. ágúst á næsta ári. Áframhaldandi vinna við Two Guns heldur áfram eftir áramót en að henni lokinni, eða í apríl, ferðast Baltasar til Ungverjalands og Berlínar þar sem hann leikstýrir prufuþætti fyrir nýja sjónvarpsþáttaröð, The Missionary, á vegum sjónvarpsrisans HBO. Benjamin Walker, virtur sviðsleikari í New York, leikur aðalhlutverkið. „Þetta verður spennandi. Það er mjög eftirsótt að komast í þennan þátt og mikið af leikurum að reyna það,“ segir hann. Að þessu verkefni loknu mun Baltasar líklega leikstýra myndinni Everest sem er sannsöguleg og fjallar um óveður sem klifurmenn lentu í í hlíðum Everest, hæsta fjalli jarðar, árið 1996. Stefnan er að taka hana upp að mestum hluta á Íslandi. Einhverjar tökur verða líka á Everest í Nepal. Baltasar til halds og trausts verður bandaríski fjallagarpurinn David Breashears sem hefur oft farið á topp Everest og unnið sem ráðgjafi við myndirnar Cliffhanger og Seven Years in Tibet. „Hann þekkir þetta eins og lófann á sér.“ Framleiðendur verða Working Title og Universal og stefnir allt í að myndin verði sú dýrasta sem Baltasar hefur tekið sér fyrir hendur. Með skattaafslætti er reiknað með um 7,6 milljarða króna kostnaði. Núna styttist óðfluga í jólin og aðspurður segist Baltasar ætla að reyna að vera með fjölskyldunni heima á Íslandi yfir hátíðirnar. „Ég er ekkert búinn að vera heima síðan í febrúar, nema nokkrar vikur í kringum frumsýninguna á Djúpinu,“ segir leikstjórinn upptekni. freyr@frettabladid.isAFP/NordicPhotos
Menning Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira