Körfubolti

Leikur Solna hrundi í lokin - sigurgangan á enda í Solnahallen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson
Logi Gunnarsson Mynd/Heimasíða Solna
Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings tókst ekki að halda sigurgöngu sinni áfram í Solnahallen í sænska körfuboltanum í kvöld þegar Solna tapaði með 13 stigum á heimavelli á móti Norrköping Dolphins, 81-94.

Logi var með 14 stig fyrir Solna í leiknum en hann hitti úr 4 af 9 þriggja stiga skotum sínum í kvöld.

Norrköping Dolphins var í 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn en Solna-liðið tapaði sínum öðrum leik í röð og er nú komið niður í 7. sætið.

Solna komst í 26-17 eftir fyrsta leikhlutann en Norrköping minnkaði muninn í fimm stig fyrir hálfleik, 47-42.

Solna var 70-65 yfir fyrir lokaleikhlutann en leikur liðsins hrundi í lokin. Norrköping var lokaleikhlutann 29-11 og þar með leikinn með þrettán stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×