Fótbolti

Þriðja tapið í röð hjá Inter | Eitt stig í fimm leikjum

Óskar Ófeigur Jónson skrifar
Marco Di Vaio fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Marco Di Vaio fagnar öðru marka sinna í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það gengur vægast sagt illa hjá Inter Milan þessa dagana en liðið tapaði í kvöld 0-3 fyrir Bologna á heimavelli. Bologna-liðið er meðal neðstu liða í ítölsku deildinni.

Inter-liðið hefur þar með tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum sínum. Þrjú af töpunum fjórum í þessum fimm leikjum hafa komið á móti liðum í botnbaráttu deildarinnar þar af tvö gegn liðum sem sitja enn í fallsæti.

Marco Di Vaio var hetja Bologna en hann skoraði tvö mörk með mínútu milli í seinni hluta fyrri hálfleiks. Robert Acquafresca innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.

Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani skoraði tvö mörk þegar Napoli vann 3-0 útisigur á Fiorentina. Slóvakinn Marek Hamsík lagði upp bæði mörkin fyrir Cavani í leiknum en Ezequiel Lavezzi skoraði síðan þriðja markið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×