Fótbolti

Terry: Gæti orðið eitt flottasta kvöldið í sögu Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, er sannfærður um að sitt lið nái að vinna upp tveggja marka forskot Napoli í kvöld og komast þar með áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Chelsea er síðasta enska liðið sem er eftir í keppninni.

„Ef allt gengur vel hjá okkur þá gæti þetta orðið eitt flottasta kvöldið í sögu Chelsea," sagði John Terry en Chelsea nægir 2-0 sigur til þess að komast áfram.

Chelsea hefur ekki enn náð að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að eigandinn Roman Abramovich hafi lagt höfuðáherslu á að vinna þessa keppni. Chelsea hefur hinsvegar unnið alla aðra titla í tíð Abramovich.

„Okkur líður ekki eins og það hvíli bölvun á okkur. Við höfum samt verið óheppnir á nokkrum stórum kvöldum hér á Brúnni. Það þarf bæði hæfileika og pínu heppni til að að vinna þessa keppni. Okkur hefur vantað þessa heppni hingað til," sagði Terry.

„Það búa samt miklir hæfileikar í þessu liði og það er mikil ákveðni innan hópsins að komast áfram í átta liða úrslitin," sagði Terry sem er að fata leika sinn 81. leik í Meistaradeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×