Fótbolti

Meistaradeildin: Di Matteo gerir miklar kröfur | kemst Chelsea áfram?

Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea,
Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, Getty Images / Nordic Photos
Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, krefst þess að leikmenn liðsins gefi allt sem þeir eiga í leikinn gegn ítalska liðinu Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap á útivelli í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar. Það er því að duga eða drepast fyrir Chelsea sem er eina enska liðið sem er eftir í þessari keppni.

Di Matteo, sem er ítalskur, var ráðinn út leiktíðina sem knattspyrnustjóri eftir að að Andre Villas-Boas var rekinn á dögunum. Tölfræðin og sagan er ekki á bandi með Chelsea. Aðeins þremur liðum hefur tekist að snúa taflinu sér í hag eftir að hafa tapað fyrri leiknum með tveggja marka mun.

Þetta er í fyrsta sinn sem Di Matteo stýrir Chelsea í Meistaradeildarleik: „Við þurfum að leika mjög vel og hafa heppnina með okkur. Fyrir mig persónulega er þetta stór stund. Ég er stoltur, en það sem skiptir máli er að við viljum standa okkur vel fyrir félagið og stuðningsmennina. Við verðum að sýna hvað þetta félag skiptir miklu máli fyrir okkur, og menn verða að sýna það úti á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×