Barnaníðsmálum fjölgar hjá lögreglu 14. mars 2012 11:00 Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgunina greinilega. „Það er mikil aukning í þessum málaflokki," segir hann. „Ef litið er til síðustu ára hefur verið jöfn fjölgun á milli ára, það er að segja að það er stöðugt kært meira heldur en árin á undan." Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, tekur undir orð Björgvins og segir málunum fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan liggi bæði í því að fólk sé orðið óhræddara við að kæra, en hún telur að sama skapi að brotum geti hafa fjölgað á síðustu árum. „Það eru fleiri mál sem verið er að fara með í þennan rétta farveg og þau eru tekin fastari tökum," segir hún. „En eitthvað af þessu getur líka skrifast á fjölgun mála." Þorbjörg segir kynferðisbrotum gegn börnum greinilega hafa fjölgað í kjölfar hrunsins. Erfitt sé að fullyrða hvort þau verði alvarlegri milli ára, en á hverju ári komi upp mjög alvarleg tilvik. Hún bendir einnig á að allt sem tengist barnaníði á Netinu sé nýtilkomið. Málum vegna kynferðisbrota á Netinu fjölgi gríðarlega, þá sér í lagi þeim sem tengjast áreitni og vændi hjá börnum. Um 40 prósent mála sem koma til kasta Barnahúss enda í kæru hjá lögreglu. -sv Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgunina greinilega. „Það er mikil aukning í þessum málaflokki," segir hann. „Ef litið er til síðustu ára hefur verið jöfn fjölgun á milli ára, það er að segja að það er stöðugt kært meira heldur en árin á undan." Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, tekur undir orð Björgvins og segir málunum fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan liggi bæði í því að fólk sé orðið óhræddara við að kæra, en hún telur að sama skapi að brotum geti hafa fjölgað á síðustu árum. „Það eru fleiri mál sem verið er að fara með í þennan rétta farveg og þau eru tekin fastari tökum," segir hún. „En eitthvað af þessu getur líka skrifast á fjölgun mála." Þorbjörg segir kynferðisbrotum gegn börnum greinilega hafa fjölgað í kjölfar hrunsins. Erfitt sé að fullyrða hvort þau verði alvarlegri milli ára, en á hverju ári komi upp mjög alvarleg tilvik. Hún bendir einnig á að allt sem tengist barnaníði á Netinu sé nýtilkomið. Málum vegna kynferðisbrota á Netinu fjölgi gríðarlega, þá sér í lagi þeim sem tengjast áreitni og vændi hjá börnum. Um 40 prósent mála sem koma til kasta Barnahúss enda í kæru hjá lögreglu. -sv
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira