Fótbolti

Berlusconi stendur með Allegri

Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri. vísir/getty
Adriano Galliani, stjórnarformaður AC Milan, þarf að standa í því nánast vikulega að svara spurningum um hvort hann ætli sér að reka Massimiliano Allegri, þjálfara félagsins.

Gengi Milan hefur verið hörmulegt í vetur en Galliani neitar að gefast upp á Allegri sem hefur verið á útleið hjá fjölmiðlum í allan vetur.

"Við erum augljóslega ekki ánægðir með þennan árangur. Stjórnin fór yfir stöðu mála í gær og niðurstaða fundarsins var sú að þjálfaraskipti á þessum tímapunkti þjóni hagsmunum félagsins," sagði Galliani.

"Ég og Berlusconi tókum langan fund saman. Svo kölluðum við á Allegri og tjáðum honum að við hefðum fulla trú á honum. Hann hefur staðið sig vel hjá okkur og mun leiða liðið úr þessum ógöngum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×